Kaplaskjólsvegur 73-79, Laugardalur, verkbækistöð, Reykjavegur, skólalóðir, Skildinganes 13, Vallengi 2-10, Álfabakki/Þönglabakki, Staðahverfi, golfvöllur, Austurbrún 12, Ármúli 24, Bíó hf., Borgahverfi, a og b hluti, Umferðaröryggisáætlun, Borgahverfi, félagslegar íbúðir, Fannafold 188, Hlíðarhús, leikskóli, Rekagrandi, leikskóli, Kleppsvegur 2-6 og 8-16, Laugavegur 162, Reykjavegur, skólalóðir, Rimaskóli, Víkurhverfi, Víkurhverfi, Eggertsgata, leikskóli,

Skipulags- og umferðarnefnd

6. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 6. mars kl. 11.00, var haldinn 6. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn. YYYYYY. Ennfremur sat fundinn Jón Júlíusson. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Kaplaskjólsvegur 73-79, nýbygging raðhúsa
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.2.95 um nýbyggingu raðhúsa við Kaplaskjólsveg.



Laugardalur, verkbækistöð, staðsetning
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.2.95 um staðsetningu verkbækistöðvar í Laugardal.



Reykjavegur, skólalóðir, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.2.95 um afmörkun skólalóða við Reykjaveg.



Skildinganes 13, bílskúr
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 21.2.95 um byggingu bílskúrs á lóð nr. 13 við Skildinganes.



Vallengi 2-10, fyrirkomulag lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 21.2.95 um fyrirkomulag lóða við Vallengi.



Álfabakki/Þönglabakki, yfirbygging göngugötu
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95 varðandi erindi Svæðisfélags í Mjódd um yfirbyggingu göngugötu milli Álfabakka 12, 14 og 16 og Þönglabakka 1-6, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 15.2.95.

Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu, en bendir á, að m.a. er þörf á að endurskoða lóðarmörk vegna yfirbyggingar göngugötunnar. Varðandi gatnagerðargjöld vegna yfirbyggingarinnar vísar skipulagsnefnd til þeirrar endurskoðunar, sem nú stendur yfir varðandi gatnagerðargjald af gleryfirbyggingum.

Staðahverfi, golfvöllur, breyting á skipulagi.
Lögð fram og kynnt tillaga Hannesar Þorsteinssonar arkitekts, dags. 16.2.95, að breytingu á deiliskipulagi Staðahverfis.



Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbygginu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.

Frestað.

Ármúli 24, hækkun húss
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Kvarða f.h. Halldóru og Hildar Harðardætra, dags. 27.3.95, varðandi tvíbýlishús á lóð nr. 30 við Rauðagerði. Ennfremur lagðir fram uppdrættir Teiknistofunnar Kvarða, dags. í mars 1995.

Samþykkt.

Bíó hf., lóð fyrir kvikmyndahús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 22.2.95 varðandi erindi Bíós hf. um lóð fyrir kvikmyndahús.

Vísað til athugunar Borgarskipulags.

Borgahverfi, a og b hluti, skilmálar
Lögð fram að nýju drög að skilmálum fyrir a hluta Borgahverfis, dags. 22.1.95, og drög að skilmálum fyrir b hluta Borgahverfis, dags. 23.1.95.



Umferðaröryggisáætlun, umsögn
Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 16.1.95, þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar um umferðaröryggisáætlun. Ennfremur lagt fram svar skipulagsnefndar við erindinu, dags. 6.3.95.



Borgahverfi, félagslegar íbúðir, afmörkun lóða
Lögð fram tillaga arkitektanna Harðar Harðarsonar og Þorsteins Helgasonar, dags. 24.2.95, um breytt lóðamörk félagslegra íbúða í Borgahverfi frá áður samþykktum skipulagsuppdrætti, dags. 14.1.94.

Samþykkt.

Fannafold 188, stækkun bílskúrs
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95 varðandi erindi Arnar Eiríkssonar um stækkun bílskúrs á lóðinni nr. 188 við Fannafold.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Hlíðarhús, leikskóli, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95 varðandi erindi byggingardeildar borgarverkfræðings um stækkun leikskóla við Hlíðarhús, samkv. uppdr.Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þ. Björnssonar, dags. 7.2.95.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið samhljóða, en bendir á að viðbyggingin gengur mjög nærri lóðarmörkum og að æskilegt væri að auka þá fjarlægð.

Rekagrandi, leikskóli, stækkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95 varðandi erindi byggingadeildar borgarverkfræðings um stækkun leikskóla við Rekagranda samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þ. Björnssonar, dags. 13.2.95

Skipulagsnefnd samþykkir erindið, en bendir á að viðbyggingin gengur mjög nærri lóðarmörkum og æskilegt væri að auka þá fjarlægð.

Kleppsvegur 2-6 og 8-16, lóðamál
Lagt fram að nýju bréf Húsfélaganna Kleppsvegi 2-6 og 8-16, dags. 3.6.94, þar sem íbúar vilja afsala sér eignarrétti til borgarinnar á hluta lóðanna (milli 6 og 8, þar sem á hvílir kvöð um umferð og lagnir). Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 28.2.95.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd mælir ekki með að Reykjavíkurborg yfirtaki 5 m breiða spildu milli húsanna, sem nú tilheyrir viðkomandi lóðum. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur fallist á að aflétta kvöð um innkeyrslu þarna en kvöð jarðstrengjalagna yrði óbreytt. Ekkert er því til fyrirstöðu nú að loka innkeyrsluleiðinni milli húsanna. Óski húsfélögin á hinn bóginn að halda innkeyrslu þessari í notkun verður frágangur og viðhald að vera á kostnað húsfélaganna".


Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Lagt fram erindi um hækkun húss Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, sem frestað var á fundi borgarstjórnar 16.2. sl. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 2.3.95.

Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun með 3 samhlj. atkv. (Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Jóhann Birgisson sátu hjá):
"Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu, en leggur áherslu á að vandað verði til frágangs og efnisvals m.a. í þakbrúnum og þakklæðningu og að um það verði haft samráð við byggingarfulltrúa".


Reykjavegur, skólalóðir, afmörkun lóða
Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Dagvistar barna, dags 17.2.95 varðandi afmörkun leikskólalóðar og breytingu á mörkum lóðar Lauganesskóla við Reykjaveg. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags dags.3.3.95.

Samþykkt. Staðsetning girðinga verði ákveðin í samráði við garðyrkjustjóra.

Rimaskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóðar Rimaskóla, dags. 2.3.95.

Samþykkt.

Víkurhverfi, hönnunarleyfi
Lagt fram bréf Arkitekta sf., dags. 1.3.95 varðandi ósk um leyfi til hönnunar bygginga í Víkurhverfi.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu.

Víkurhverfi, breytingar á skilmálum
Lagt fram bréf Stefáns Gunarssonar f.h. Víkurhverfis hf., dags. 28.2.95 varðandi skilmála fyrir Víkurhverfi hvað varðar bílskúra og bílageymslur.

Frestað.

Eggertsgata, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Túngötu 3, dags. 21.2.95, um leikskólalóð við Eggertsgötu.
Þórarinn Þórarinsson, arkitekt, kom á fundinn og kynnti tillöguna

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna samhljóða og felur Borgarskipulagi að kynna tillöguna fyrir Íbúasamtökum Litla-Skerjafjarðar.