Dalbraut 16, Dofraborgir 23, Eldshöfði 10, Holtavegur KFUM og K, Lambhagi, Lyngháls 5, Snorrabraut 60 , Suðurgata, Stórhöfði 7-9, Víkurhverfi, Brúnavegur Hrafnista, Efstasund 25 , Kjalarvogur , Langagerði 54 , Eggertsgata 24, Austurbæjarskólinn, Einarsnes 44A, Ránargata 6-6A, Sturlugata, Nauthólsvík, Slökkvilið Reykjavíkur, æfingasvæði, Logafold 178 , Tómasarhagi 27 , Mörkin 8, Brúnavegur Hrafnista, Tröllaborgir 18, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Einarsnes, Kópavogur, Seljahverfi, Starhagi, Suðurgata,

Skipulags- og umferðarnefnd

19. fundur 2000

Ár 2000, mánudaginn 28. ágúst, var haldinn 19. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst hann kl. 9:00. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Óskar Bergsson, Júlíus V. Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir Fundarritari var Ívar Pálsson. Áheyrnarfulltrúinn Ásgeir Harðarson sat einnig fundinn.
Þetta gerðist:


654.00 Dalbraut 16, færsla á göngustíg
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m., varðandi færslu á göngustíg við Dalbraut 16.


655.00 14">Dofraborgir 23, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi byggingu einbýlishúss á lóð nr. 23 við Dofraborgir.


656.00 Eldshöfði 10, lóðarstækkun
Lagt fram bréf frá borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.08.00 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. þar sem synjað er um lóðarstækkun að Eldshöfða 10.


657.00 Holtavegur KFUM og K, leikskóli
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. um byggingu leikskóla við Holtaveg og auglýsingu um deiliskipulagsbreytingu.


658.00 Lambhagi, bílgeymsla, auglýsing um breytingu á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi byggingu bílageymslu o.fl. við Lambhaga og auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi.


659.00 Lyngháls 5, /Krókháls 6, samein. lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi sameiningu lóðanna nr. 5 við Lyngháls og nr. 6 við Krókháls.


660.00 0">Snorrabraut 60 , Viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi viðbyggingu við Snorrabraut 60.


661.00 Suðurgata, gangbrautarljós
Lagt fram bréf frá borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.08.00 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um uppsetningu gangbrautarljósa á Suðurgötu.


662.00 Stórhöfði 7-9, dreifistöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi byggingu dreifistöðvar við Stórhöfða 7-9.


663.00 Víkurhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. ágúst 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 1. s.m. varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi í Víkurhverfi.


664.00 Brúnavegur Hrafnista, Laugarásbíó, stækkun anddyris
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12.07.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einlyfta viðbyggingu úr steinsteypu og gleri við anddyri Laugarásbíós á lóð Hrafnistu við Brúnaveg, samkv. uppdr. Teiknist. Halldórs Guðmundssonar, dags. 03.07.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.08.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Jökulgrunni 21, 23, 25, 27 og 29.

665.00 Efstasund 25 , Blómaskáli og reyndarteikningar af húsinu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.07.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja glerskála úr állistum og gleri að suðausturhlið hússins á lóðinni nr. 25 við Efstasund, samkv. uppdr. Björns H. Jóhannessonar arkitekts, dags. 29.05.00. Einnig fylgja erindinu teikningar af áður gerðum ósamþykktum geymsluskúr á lóðinni. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.08.00 og samþykki íbúa að Efstasundi 23 og 27 og Skipasundi 22, 24 og 26.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 23 og 27 og að Skipasundi 22, 24 og 26.

666.00 Kjalarvogur , breyting á skipulagi
Lagt fram bréf hafnarstjórnar, dags. 23.08.00, varðandi breytingu á skipulagi í Kleppsvík á lóðunum nr. 12 og 14 við Kjalarvog, samkv. uppdr. Arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 17.08.00.
Samþykkt að afturkalla áður auglýsta tillögu að breytingu og auglýsa framlagða tillögu þegar unnin hafa verið fullnægjandi gögn. Vísað til borgarráðs.

667.00 Langagerði 54 , Sólstofa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu við norðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 54 við Langagerði, samkv. uppdr. Arkitekta Skólavörðustíg 12, dags. 26.01.99, síðast br. 07.06.00. Einnig lagt fram samþykki íbúa Langagerði 42, 44, 46, 52 og 56, mótt. 17.08.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 24.08.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 42, 44, 52, og 56.

668.00 Eggertsgata 24, br. á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju bréf ARKÍS ehf, dags. 07.07.00, ásamt tillögu, dags. 07.07.00, líkani og skýringaruppdr. dags. 24.08.00 og skýringarmynd mótt. 28.08.00, að breyttu deiliskipulagi stúdentagarða Eggertsgötu 24.
Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu. Gera þarf deiliskipulagsuppdrátt sem sýnir breytinguna og leggja hann fyrir nefndina.

669.00 Austurbæjarskólinn, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina ehf að breyttu deiliskipulagi Skólavörðuholts dags. 3.05.00 þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingu við Austurbæjarskólann og breyttum lóðarmörkum. Málið var í auglýsingu frá 31. maí til 28. júní, athugasemdafrestur var til 12.júlí 2000. Lögð fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 26.05.00 og 17.07.00.
Auglýst tillaga samþykkt.

670.00 Einarsnes 44A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 44A við Einarsnes, samkv. uppdr. Arkform, dags. í ágúst 2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.08.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Einarsnesi 42, 44, 46, 48 og Bauganesi 3a, 5 og 7.

671.00 Ránargata 6-6A, Breytingar inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 23.8.00 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og innrétta þrjár íbúðir í húsinu á lóðinni nr. 6 við Ránargötu, samkv. uppdr. ATH vinnustofu, dags. 18.07.00. Breytingar felast aðallega í því að stigar eru færðir út úr húsinu og byggður sameiginlegur stigi fyrir Ránargötu 6 í bakgarði húsanna. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24.08.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 4a, 8 og Vesturgötu 17a, 19 og 21.

672.00 Sturlugata, dreifistöð og lóðarafmörkun
Lögð fram tillaga mælingadeildar að lóðarafmörkun dreifistöðvar við Sturlugötu hjá Náttúrufræðahúsi, dags. 24.08.00.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

673.00 Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Yngva Þ. Loftssonar landslagsarkitekts, dags. 14.04.00. Einnig lagt fram athugasemdabréf Flugmálastjórnar, dags. 24.07.00 ásamt umsögn skipulagshöfundar, dags. 22.08.00.
Fallist á framlagða umsögn. Breyting á deiliskipulagi samþykkt. Borgarverkfræðingi falið að afmarka baðhúsi lóð áður en málið fer í borgarráð. Vísað til borgarráðs.

674.00 Slökkvilið Reykjavíkur, æfingasvæði, Leirtjörn
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að æfingasvæði fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við Leirtjörn, dags. 16.2.00 ásamt minnisblöðum Borgarskipulags dags. 13.3.00 og 4.5.00, minnisblaði Björns Guðbrands Jónssonar og bréfi Borgarskipulags til byggingarfulltrúa dags. 15.8.00.
Afmörkun svæðis samþykkt. Vísað til borgrráðs.

675.00 Logafold 178 , Endurnýjun á b-leyfi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.08.00, þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir hækkun hússins nr. 178 við Logafold um eina inndregna hæð. Erindið felur í sér nýja 77,9 ferm., séreignaríbúð og svalir á efri hæð, fjölgun bílastæða úr tveimur í þrjú og leiðréttingu á skráningartöflu, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 19.07.00 Fyrri samþykkt byggingarnefndar var gerð 28. júlí 1997. Byggingarfulltrúi grenndarkynnti erindið fyrir eigendum að Logafold 162, 164, 166, 176, 180, 182, 184 og 186 með bréfum dags. 28. júní 1997. Umsögn Borgarskipulags dags. 11. júlí 2000 fylgir erindinu.

Samþykkt. Í samræmi við skilmála.

676.00 Tómasarhagi 27 , Hækkun á risi o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.08.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð á hluta af þaki og byggja kvist í suður- og vesturþekju hússins á lóð nr. 27 við Tómasarhaga, samkv. uppdr. Teiknistofu Erlings G. Pedersen, dags. 02.08.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 20, 22, 24, 25, 29 og Ægissíðu 52, 54 og 56.

677.00 Mörkin 8, lóð tekin í fóstur
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Viðars Guðjohnsen dags. 19.06.00, varðandi ósk um að fá lóðarspildu í fóstur suður af lóðinni nr. 8 við Mörkina fyrir gróðurrækt. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.07.00. Málið var í kynningu frá 20. júlí til 18. ágúst 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags með þeirri breytingu sem gerð var á fundi borgarráðs þann 18.7.00. Þinglýsa skal notkunarheimildinni og þeim kvöðum sem henni fylgja á Mörkinni 8.

678.00 Brúnavegur Hrafnista, Sólst. við Jökulgrunn 15-23.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.02.00 og bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofur við vesturhlið raðhúsa við Jökulgrunn 15-23 á lóð Hrafnistu við Brúnaveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 20.06.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.07.00 og bréf Fulltrúaráðs Sjómannadagsins, dags. 07.07.00. Málið var í kynningu frá 20. júlí til 18. ágúst 2000. Engar athugsemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

679.00 Tröllaborgir 18, aukaíbúð
Að lokinni kynning er lagt fram að nýju bréf Jóns Guðmundssonar ark. dags. 19.04.2000 ásamt uppdr. sama dags. 5.04.2000 varðandi byggingu tveggja íbúða húss á lóð nr. 18 við Tröllaborgir. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.05.00 og bréf eiganda Tröllaborgar 16, mótt. 25.08.00 þar sem fram kemur að hann gerir ekki athugasemd við erindið.
Kynnt breyting á deiliskipulagi samþykkt. Vísað til borgarráðs.

680.00 Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Lögð fram tillaga að svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22.08.00.


681.00 Einarsnes, manir
Lagt fram bréf skrifstofu borgarritara, dags. 12.07.00 ásamt bréfi Kristjáns Hreinssonar, f.h. íbúa í Skerjafirði, dags. 05.07.00 og undirskriftalista með 118 nöfnum, varðandi ósk um að fjarlægja manir, sem settar hafa verið upp við Einarsnes.
Borgarskipulagi og borgarverkfræðingi falið að skoða málið, móta tillögu og halda fundi með íbúum um málið.

682.00 Kópavogur, deiliskipulag Vatnsendalands
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar á Vatnsenda í landi Kópavogs.
Frestað.

683.00 Seljahverfi, Gilja-, Gljúfra- og Grjótasel, br. á skilmálum
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts að breytingum á skilmálum í Seljahverfi, við Gilja-, Gljúfra- og Grjótasel, dags. 05.05.00. Málið var í kynningu frá 19. júlí til 17. ágúst 2000. Athugasemdabréf bárust frá: Jes Einari Þorsteinssyni, dags. 08.08.00, Guðmundi H. Magnússyni, dags. 15.08.00 og Ólafi Sigmundssyni, dags. 17.08.00, Hannesar Ragnarssyni og Ólöfu K. Ingólfsdóttur, dags. 16.08.00, Valdísi Andersen og Guðbrandi Bjarnasyni, dags. 16.08.00, íbúum við Gljúfrasel, Giljasel og Grjótasel, dags. 16.08.00.
Frestað.

684.00 Starhagi, Suðurgata, sparkvöllur
Lögð fram tillaga Garðyrkjudeildar, dags. 16.5.00, að sparkvelli.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.