Bæjarháls, Hraunbær, Engjateigur 7, Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, Grandavegur 38, Laugardalur, Maríubaugur 21-29, Mörkin 8, Mörkin 8, Reitur 1.264 og 1.265, Skútuvogur 7-9, Þverás 21, Öskjuhlíð/Nauthólsvík, Bergstaðastræti 13 , Bjargarstígur 14 , Laugavegur 13 , Laugavegur 180, Holtavegur KFUM og K, Austurbæjarskólinn, Borgartún 33-39, Bræðraborgarstígur 16/Drafnarstígur 9, Dalbraut 16, Eggertsgata 24, Háskóli Íslands, Skaftahlíð 24 , Skeljatangi 9, Snorrabraut 60 , Sóltún 24, Tómasarhagi 39 , Bryggjuhverfi, Leirubakki 36, Víkurhverfi, Eldshöfði 10, Lyngháls 5, Stórhöfði 7-9, Kjalarnes, Lykkja, Lambhagi gróðurstöð , Miklabraut, Sundabraut, Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, Hámarkshraði á höfuðborgarsvæðinu, Dofraborgir 23, Kaplaskjólsvegur 2, Klettasvæði, Laufásvegur 43 , Laxakvísl 2-6, Vesturhöfnin, Lynghagi,

Skipulags- og umferðarnefnd

17. fundur 2000

Ár 2000, þriðjudaginn 1. ágúst, var haldinn 17. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Bergsson, Júlíus V. Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


568.00 Bæjarháls, Hraunbær, miðsvæði, skátalóð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnerfndar frá 10. s.m. um breytingu á deiliskipulagi við Bæjarháls/Hraunbæ og auglýsingu þar um.


569.00 Engjateigur 7, nýbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. um nýbyggingu að Engjateig 7.


570.00 Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, deiliskipulag og br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarritar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um deiliskipulag og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 að Grafarlæk-Stekkjarmóum og Djúpadal og auglýsingu þar um.


571.00 Grandavegur 38, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. varðandi Grandaveg 38, breytingu á deiliskipulagi.


572.00 Laugardalur, breyting á deiliskipulagi vesturhluta
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. júlí 2000 á bókun skipulags-og umferðarnefndar frá 10. s.m. um breytingu á deiliskipulagi á vesturhluta Laugardals og auglýsingu þar um.


573.00 Maríubaugur 21-29, tilfærsla á byggingarreit og lóðarmörkum
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. júlí 2000 á erindi Borgarskipulags frá 24. s.m. um tilfærslu byggingarreita á húsunum nr. 21 og 23 við Maríubaug.


574.00 Mörkin 8, lóð tekin í fóstur
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um lóðarspildu að Mörkinni 8. Borgarráð samþykkti erindið með þeirri viðbót að ekki komi bætur fyrir þótt Reykjavíkurborg afturkalli heimildina.


575.00 Mörkin 8, stækkun á íbúðarhóteli
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um stækkun á íbúðarhóteli og breytingu á deiliskipulagi að Mörkinni 8 og auglýsingu þar um.


576.00 >Reitur 1.264 og 1.265, endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarritar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um endurskoðun deiliskipulags að reit 1.264 og 1.265, Suðurlandsbraut og Ármúla og auglýsingu þar um.


577.00 Skútuvogur 7-9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Skútuvogi 7-9 og auglýsingu þar um.


578.00 Þverás 21, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. um breytingu á deiliskipulagi að Þverási 21.


579.00 Öskjuhlíð/Nauthólsvík, breytt lega stígs
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. júlí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. um breytt deiliskipulag og breytingu á legu stígs í Öskjuhlíð/Nauthólsvík.


580.00 Bergstaðastræti 13 , (fsp) Endurnýjun á byggingarleyfi
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 21.06.00 varðandi fyrirspurn frá dánarbúi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar um hvort byggingarleyfi fyrir Bergstaðastræti 13 í samræmi við uppdrætti sem samþykktir voru í Byggingarnefnd Reykjavíkur hinn 31. maí 1990 sé í gildi. Ef svo er ekki er spurt hvort hægt sé að fá það endurnýjað. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.07.00.
Umsögn Borgarskipulags samþykkt.

581.00 Bjargarstígur 14 , Stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12.07.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka og breyta húsinu á lóðinni nr. 14 við Bjargarstíg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ARKO, dags. 27.07.00.
Breytingarnar eru þær helstar að húsið verður hækkað um eina hæð og ris, einnig verður byggð viðbygging við húsið að lóðarmörkum Bjargarstígs 14 og16. Húsið verður eftir breytingar kjallari, tvær hæðir og ris. Kjallari viðbyggingar er steyptur eða hlaðinn, að öðru leyti er húsið byggt úr bárujárnsklæddu timbri. Samþykki eiganda Bjargarstígs 16, dags. 4. júní 2000 fylgir erindinu.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Óðinsgötu 14, 14b, Bjargarstíg 12, 15 og16 og Bergstaðastræti 21b.

582.00 Laugavegur 13 , Viðbygging. Stál, gler.
Lagt fram bréf frá afgreiðsluundi byggingarfulltrúa, dags. 27.07.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr stáli og gleri við fyrstu hæð hússins nr. 13 við Laugaveg, samkv. uppdr. A! arkitekta, dags. 19.07.00. Einnig lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 29.05.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 06.07.00.

Umsögn Borgarskipulags samþykkt.

583.00 Laugavegur 180, breytingar
Lagt fram að nýju bréf Teiknistofu Hauks Harðarsonar, dags. 25.06.00, varðandi breytingar á skrifstofubyggingu á lóðinni nr. 180 við Laugaveg, samkv. uppdr. sama, dags. 20.06.00.
Hækkun húss synjað en lyftuturn samþykktur með 3 atkvæðum. Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson á móti.

584.00 Holtavegur KFUM og K, leikskóli
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.07.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja leikskóla á lóð KFUM og K nr. 28 við Holtaveg, samkv. uppdr. Albínu Thordarson arkitekts, dags. 12.07.00. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 06.06.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að framlögð tillaga verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting.

585.00 Austurbæjarskólinn, viðbygging
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina ehf að breyttu deiliskipulagi Skólavörðuholts dags. 3.05.00 þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingu við Austurbæjarskólann og breyttum lóðarmörkum. Málið var í auglýsingu frá 31. maí til 28. júní, athugasemdafrestur var til 12.júlí 2000. Lögð fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 26.05.00 og 17.07.00.
Frestað.

586.00 Borgartún 33-39, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf A1 arkitekta, dags. 19.07.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 33-39 við Borgartún, samkv. uppdr. sama, dags. 17.07.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

587.00 >Bræðraborgarstígur 16/Drafnarstígur 9, sameining lóða, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 31.05.00, varðandi sameiningu lóðanna Bræðrborgarstígur 16 og Drafnarstígur 9 og viðbyggingu og ofanábyggingu við húsið á lóðinni nr. 16 við Bræðraborgarstíg, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 31.05.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 29.06.00.
Frestað.

588.00 Dalbraut 16, færsla á göngustíg
Lagt fram að nýju bréf stjórnar húsfélagsins að Dalbraut 16, dags. 03.07.00, varðandi færslu á göngustíg samkv. meðfylgjandi teikningu.
Samþykkt.

589.00 Eggertsgata 24, br. á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju til kynningar bréf ARKÍS ehf, dags. 07.07.00, ásamt tillögu dags. 07.07.00, að breyttu deiliskipulagi stúdentagarða Eggertsgötu 24.
Frestað.

590.00 Háskóli Íslands, Íslensk erfðagreining, br. á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags, ásamt skilmálum, dags. 06.04.00. Einnig lögð fram umsögn Flugmálastjórnar, dags. 14.03.00. Málið var í auglýsingu frá 3. til 31. maí, athugasemdafrestur var til 14. júní 2000. Athugasemdabréf bárust frá: Formanni skipulagsnefndar Háskóla Íslands, dags. 09.06.00, Baldri Símonarsyni, dags. 14.06.00. Ennfremur lagt fram bréf Flugmálastjórnar, dags. 08.06.00, bréf Náttúruverndar ríkisins, dags. 06.06.00 og 10.07.00 og svar Borgarskipulags við athugasemdum, dags. 11.07.00.
Samþykkt. Gæta skal að því við hönnun kjallarans að vatnsbúskapur svæðisins beri ekki skaða af og að tryggt verði vöktunarkerfi til að fylgjast með áhrifum framkvæmda á grunnvatn, sbr. bréf Náttúruverndar ríkisins.

591.00 Skaftahlíð 24 , Breyting á útl.og innrask.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.07.00, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skipulagi lóðar og endurbyggja hluta húsa (matshluta 01 og 02, Tónabæ) á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð. Í umsókninni felst að matshluti 01 verði notaður fyrir skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu og útliti breytt, að matshluti 02 verði notaðir fyrir lager (kjallari) og verslun (1. og 2. hæð) og útliti breytt, m.a.að byggt verði anddyri við norðurhlið og að suðurhlið endurgerð og byggð út til suðurs, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar, dags. 12.07.00. Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 16. júní og 19. júlí 2000, umsögn Péturs H. Ármannssonar dags. 23. júní, umsögn Borgarskipulags dags. 29. júní 2000, umsögn gatnamálastjóra dags. 3. apríl 2000.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum Skaftahlíð 12-22, 15, 25 og 26 og Bólstaðarhlíð 20 (Ísaksskóli).

592.00 Skeljatangi 9, breyting á deiliskipulagi lóðar
Lagt fram að nýju bréf Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 06.07.00 ásamt tillögu að stækkun byggingarreits lóðarinnar nr. 9 við Skeljatanga, dags. 06.07.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 06.07.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Skildingatanga 6, Skeljatanga 7 og Fáfnisnesi 8 og 10.

593.00 Snorrabraut 60 , Viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 12.07.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar steinsteypta viðbyggingu fyrir varaaflstöð og gaskúta við norðurgafl 1. hæðar á lóð nr. 60 við Snorrabraut, samkv. uppdr. Þórðar Steingrímssonar arkitekts, dags. 21.06.00. Samþykki yfirmanns öldrunarþjónustudeildar Félagsþjónustunnar í Reykjavík, (með fyrirvara) dags. 05.07.00 og samþykki stjórnar Domus Medica hf, dags. 01.08.00.

Samþykkt.

594.00 Sóltún 24, stækkun
Lagt fram að nýju bréf Gunnars Rósinkranz dags. 22.06.00 ásamt uppdr. varðandi stækkun atvinnuhúsnæðis að Sóltúni 24. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 05.07.00.
Synjað.

595.00 Tómasarhagi 39 , Tvær sambygg bílgeymslur
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.06.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær sambyggðar bílgeymslur úr steinsteypu á lóðinni nr. 39 við Tómasarhaga, samkv. uppdr. Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 12.06.00. Erindinu fylgja yfirlýsingar nokkurra nágranna ásamt ódags. bréfi umsækjanda, fyrirvari nágranna að Tómasarhaga 37 dags. 20. júní 2000 og umsögn Borgarskipulags dags. 23. febrúar 2000 vegna fyrirspurnar um sama málefni. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.07.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Tómasarhaga 37 og 49 og Ægissíðu 60 og 62.

596.00 Bryggjuhverfi, br. á skipulagi
Lagt fram að nýju til kynningar bréf Björgunar ehf, dags. 23.05.00, varðandi breytingu á skipulagi hverfisins ásamt bréfi skipulagshöfundar, dags. 28.07.00.
Nefndin tók jákvætt í erindið með fyrirvara um umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

597.00 Leirubakki 36, breyting á nýtingu
Lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar ehf, dags. 29.06.00, varðandi breytingar á verslunarhúsi á lóðini nr. 34 við Leirubakka í tveggja hæða fjölbýlishús með 14 íbúðum, samkv. uppdr. sama, dags. 04.07.00.
Nefndin er jákvæð gagnvart breytingu á nýtingu hússins með fyrirvara um staðsetningu spennistöðvar.

598.00 Víkurhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 07.07.00, að niðurfellingu bílastæðis fyrir vörubíla við Breiðuvík. Einnig lögð fram bréf Húsfélagsins Breiðuvík 15, dags. 11.11.99, bréf Húsfélagsins Breiðuvík 16, dags. 10.12.98 og bréf Teiknistofu Arkitekta sf, dags. 11.03.99.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að það samþykki að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

599.00 Eldshöfði 10, lóðarstækkun
Lagt fram að nýju bréf Hjalta Stefánssonar dags. 21.06.00 varðandi stækkun lóðar nr. 10 við Eldshöfða. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.07.00 og umsögn skipulagshöfundar, dags. 04.07.00.
Synjað.

600.00 Lyngháls 5, /Krókháls 6, samein. lóða
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 28.06.00, þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðina nr. 5 við Lyngháls og lóðina nr. 6 við Krókháls. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.07.00.
Samþykkt.

601.00 Stórhöfði 7-9, dreifistöð
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26.07.00, varðandi byggingu dreifistöðvar við Stórhöfða 7-9, samkv. uppdr. Arkþings, dags. 27.07.00. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 26.07.00.
Samþykkt.

602.00 Kjalarnes, Lykkja, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 03.03.99, varðandi afmörkun spildu úr landi Lykkju á Kjalarnesi, samkv. uppdr. Ráðgjafar s.f., mótt. 10.07.00.
Frestað.

603.00 Lambhagi gróðurstöð , (fsp) Bílgeymsla o.fl.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 29.05.00, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílgeymslu og tímabundna starfsmannaaðstöðu í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti Helga Hafliðasonar arkitekts, dags. 10.05.00, á lóð gróðurstöðvarinnar Lambhaga við Vesturlandsveg. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdr., dags. 17.07.00.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að það samþykki að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

604.00 Miklabraut, breikkun frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 28.07.00, varðandi breikkun Miklubrautar frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að framlögð tillaga verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi.

605.00 Sundabraut, /Ártúnshöfði
Kynnt tillaga Landslagsarkitekta, dags. 19.06.00, að legu Sundabrautar, mögul. fyllingar og byggingarsvæði.


606.00 Víkurvegur/Reynisvatnsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 28.07.00, varðandi gerð gatnamóta Vesturlandsvegar og Víkurvegar svo og lagningu Reynisvatnsvegar upp að Reynisvatni.
Frestað.

607.00 Hámarkshraði á höfuðborgarsvæðinu,
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.06.00, ásamt minnisblaði Jóhanns Haukssonar og Gunnars Eydal, dags. 19.06.00, um ákvarðanir um hámarkshraða á ýmsum stofnbrautum og dóma héraðsdóms og Hæstaréttar í því sambandi.

Frestað.

608.00 Dofraborgir 23, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Jóns Guðmundssonar ark. dags. 19.06.00 ásamt uppdr. sama dags. 19.06.00 varðandi umsókn um að byggja einbýlishús með aukaíbúð á lóð nr. 23 við Dofraborgir. Einnig lögð fram tillaga Jóns Guðmundssonar að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 21.06.00 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 22.06.00. Málið var í kynningu frá 28. júní til 27. júlí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

609.00 Kaplaskjólsvegur 2, Félagsbústaðir
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Félagsbústaða, dags. 2. sept.´99, varðandi lóðarsamning fyrir húseign Félagsbústaða að Kaplaskjólsvegi 2. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 21.09.99. Málið var í auglýsingu frá 14. júní til 12. júlí, athugasemdafrestur var til 26. júlí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

610.00 Klettasvæði, breyting á skipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.04.00, varðandi breytingu á skipulagi á Klettasvæði, samkv. uppdr. Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 26.04.00. Málið var í auglýsingu frá 31. maí til 28. júní, athugasemdafrestur var til 12. júlí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

611.00 Laufásvegur 43 , Stækkun og endurb.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 09.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að endurbyggja, breyta innra skipulagi og stækka til austurs (inn á baklóð) húsið á lóðinni nr. 43 við Laufásveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Leifs Blumenstein, dags. 18.04.00.
Skoðunarskýrsla frá Árbæjarsafni dags. 31. janúar 2000, umsögn Árbæjarsafns dags. 19. maí 2000, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 18. maí 2000, samþykki nágranna dags. 15. maí 2000 ásamt greinargerð hönnuðar (ódagsett) fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.06.00. Málið var í kynningu frá 26. júní til 24. júlí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

612.00 Laxakvísl 2-6, 6 bílgeymslur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 30.06.00, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sex sambyggðar bílgeymslur úr steinsteypu á lóðinni nr. 2-6 við Laxakvísl, samkv. uppdr. ASK arkitekta, dags. 14.06.00. Jafnframt verði þrjú bílastæði flutt til innan lóðar. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.07.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Laxakvísl 1 og 8-22.

613.00 Vesturhöfnin, breyting á skipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 12.04.00, varðandi breytingu á skipulagi í Vesturhöfn, samkv. uppdr. Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 18.09.96, br. 15.03.00. Málið var í auglýsingu frá 31. maí til 28. júní, athugasemdafrestur var til 12. júlí 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.

614.00 Lynghagi, umferð
Lagt fram bréf Björns Malmquist, dags. 28.07.00 ásamt undirskriftalista íbúa við Lynghaga um hraðakstur á götunni.
Samþykkt gerð nýrrar hraðahindrunar á götunni.