Grafarholt, Miðborg, þróunaráætlun, Skipulags- og umferðarnefnd, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Miðborg, þróunaráætlun, Álftamýrarskóli, Dyngjuvegur 9 og 11, Dyngjuvegur 9, Traðarland 2-8, Brautarholt 22, Tryggvagata 22, Háskóli Íslands, Grafarholt, Gufuneskirkjugarður, Hallsvegur, Templarasund, Sóltún, Sólvallagata 80, Suður Mjódd, Reykjanesbraut, Funahöfði 17 og 17a, Bryggjuhverfi, 30 km svæði, Spöngin , Vesturlandsvegur, Ármúli 3, Eiríksgata 5, Breiðhöfði 10, Fornistekkur 9-17, Suðurlandsbr. 28, Vesturgata 31, Njálsgata 55, Bólstaðarhlíð, Miklabraut/Kringlumýrarbraut,

Skipulags- og umferðarnefnd

4. fundur 2000

Ár 2000, mánudaginn 21. febrúar kl. 09:00, var haldinn 4. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Árni Þór Sigurðsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Júlíus V. Ingvarsson og Guðmundur Haraldsson Áheyrnarfulltrúi, Ásgeir Harðarson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


98.00 Grafarholt, athafnasvæði, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um breytt deiliskipulag athafnasvæðis í Grafarholti.


99.00 Miðborg, þróunaráætlun, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 8. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 7. s.m. um greinargerð Borgarskipulags vegna deiliskipulags miðborgar, þróunaráætlunar.


100.00 Skipulags- og umferðarnefnd, áheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. febrúar 2000, varðandi samþykkt samstarfsráðs Kjalarness 3 þ.m. að Ásgeir Harðarson, Skrauthólum taki sæti áheyrnarfulltrúa samstarfsráðsins í skipulags- og umferðarnefnd í stað Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur.


101.00 Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag,
Kynnt staða.


102.00 Miðborg, þróunaráætlun, framkvæmd
Lögð fram að nýju stefna borgaryfirvalda um framkvæmd Þróunaráætlunar miðborgar ásamt leiðarvísi, dags. 24.01.00, breytt 21.02.00.
Samþykkt. Gera þarf smávægilegar lagfæringar á orðalagi og stafsetningu sbr. athugasemdir sem fram komu á fundinum.

103.00 Álftamýrarskóli, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 18.02.00 um viðbyggingu við Álftamýrarskóla, samkv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir tölvustofu og bókasafni í inngarði. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem byggingin hefur ekki áhrif á hagsmuni nágranna.

104.00 Dyngjuvegur 9 og 11, tillaga að deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26.10.99, síðast br. 16.02.00, að skiptingu lóðar að Dyngjuvegi 9-11. Einnig lagt fram bréf Lögmanna, dags. 27.10.99, ásamt bréfi borgarráðs, dags. 31.07.63. Málið var í auglýsingu frá 26. nóv. til 24. des. 1999, athugasemdafrestur var til 6. janúar 2000. Lagt fram athugasemdabréf eigenda húsanna Hjallavegar 64, 66 og 68, dags. 30.12.99 og umsögn Borgarskipulags, dags. 21.02.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að auglýst tillaga verði samþykkt sem deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 9 og 11 við Dyngjuveg með þeim breytingum sem fram komu á uppdrætti dags. 16.2.00.

105.00 Dyngjuvegur 9, Svalir, anddyri, útlit
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.01.00, þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu svala, stækkun anddyris og breytingu á útliti hússins á lóðinni nr. 9 við Dyngjuveg, samkv. uppdr. Vinnustofu arkitekta, dags. 18.01.2000.

Lagt fram með Dyngjuvegi 9-11.

106.00 Traðarland 2-8, viðbygging, bílgeymsla
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.06.99, varðandi viðbyggingu, innréttingu núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými og nýja bílgeymslu húss nr. 6 á lóðinni nr. 2-8 við Traðarland, samkv. uppdr. Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 16.06.99. Einnig lagt fram bréf Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 26.10.99, mótt. 10. jan. 2000 og umsögn Borgarskipulags, dags. 7. febr. 2000.
Frestað

107.00 Brautarholt 22, hækka þak, lyftuturn o.fl.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 08.11.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja ofan á húsið nr. 22 við Brautarholt, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Hús og skipulag, dags.03.01.00. Einnig lögð fram bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 07.01.00 og 19.01.00. Málið var í kynningu frá 18. jan. til 15. febr. 2000. 1 athugasemd barst frá Guðna Kristjánssyni f.h. eigenda Skipholti 21, dags. 08.02.00. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.02.00 og breyttar teikningar mótt. 18.02.00.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Ekki gerð athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir kynntum breytingum, byggingu lyftuhúss og inngangi við Nóatún.
Byggingu hæðar ofan á húsið Nóatúnsmegin er synjað að svo stöddu þar sem endurskoða þarf deiliskipulag reitsins áður en afstaða verður tekin til erindisins.
Samþykkt að óska eftir gögnum um fjölda þeirra deiliskipulagsáætlana sem verið er að vinna að og áætlun um það hve langan tíma tæki að endurskoða deiliskipulag reitsins.


108.00 Tryggvagata 22, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.12.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja til vesturs við húsið nr. 22 við Tryggvagötu, samkv. uppdr. Arkitektastofu Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Björnssonar, dags. 16.11.99. Húsið verði byggt úr steinsteypu á tveimur hæðum. Í húsinu verði veitingarekstur fyrir allt að 640 manns. Jafnframt er sótt um leyfi til að rífa matshluta 02 á lóðinni sem byggður var 1925. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.02.00.

Fallist á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt.

109.00 Háskóli Íslands, Íslensk erfðagreining
Lögð fram samþykkt borgarráðs um fyrirheit fyrir lóð fyrir Íslenska erfðagreiningu í Vatnsmýri.


110.00 Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar drög Kanon arkitekta að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts, dags. 17.02.00. Höfundar kynntu.


111.00 Gufuneskirkjugarður, þjónustumiðstöð
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18.05.99, varðandi staðsetningu þjónustumiðstöðvar í Gufuneskirkjugarði, samkv. uppdr. Landmótunar ehf, dags. 07.07.99. Einnig lagt fram bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 03.05.99. Einnig uppdr. Y.Þ.L. mótt. 14.7.99.
Samþykkt að óska eftir því við Borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir svæðið ásamt breytingu á AR. 1996-2016 í samræmi við deiliskipulagstillöguna.

112.00 Hallsvegur, umferðarskipulag
Lagður fram uppdráttur VST hf. nr. V1-51 dags. í febrúar 2000.
Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að auglýsa breytingu á AR. 1996-2016 í samræmi við tillöguna. Breytingin felur í sér færslu á undirgöngum.

113.00 Templarasund, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17. febr. 2000, varðandi umferð í Templarasundi.
Samþykkt að fella niður einstefnu á Templarasundi.

114.00 Sóltún, deiliskipulag/aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts að deiliskipulagi Sóltúns, dags. 18.02.00 ásamt tillögu Borgarskipulags að breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt lagt fram bréf Helgu Guðmundsdóttur dags. 14.02.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir svæðið ásamt breytingu á AR 1996-2016 í samræmi við deiliskipulagstillöguna. Samþykkt að tillögurnar verði sendar til umsagnar fræðsluráðs og leikskólaráðs.

115.00 Sólvallagata 80, fjölbýlishús
Lögð fram bréf Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 27.10.99 og 15.12.99, ásamt greinargerð, dags. 15.12.99, varðandi byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 80 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. sama, dags. 21.10.99, br. 07.12.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 30.11.99 og bréf ritara borgarstjóra, dags. 28.12.99.
Synjað að svo stöddu. Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að vinna deiliskipulag af reitnum. Fyrirliggjandi erindi verði haft til hliðsjónar við þá vinnu.

116.00 Suður Mjódd, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9. nóv. 1999 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. okt.. varðandi deiliskipulag í Suður - Mjódd ásamt bréfi borgarverkfræðings frá 18. okt. um skipulag og kostnað við gatnagerð. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til meðferðar Borgarskipulag að því er varðar nýtingu atvinnulóðar. Einnig lagðir fram uppdrættir Þórarins Þórarinssonar dags. 12.04.99, breytt 20.02.00 og tillaga Borgarskipulags að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir svæðið. Jafnframt að auglýst verði breyting á AR 1996-2016 í samræmi við deiliskipulagstillöguna.

117.00 Reykjanesbraut, umferðarskipulag
Lagður fram uppdráttur Línuhönnunar nr. 41-01 af gatnamótum Reykjanesbrautar við Breiðholtsbraut/ Nýbýlaveg og Smiðjuveg/Stekkjarbakka.
Samþykkt.

118.00 Funahöfði 17 og 17a, hótelíbúðir
Lagt fram bréf Guðmundar Ágústssonar hdl, dags. 25. janúar 2000, varðandi breytingu á 2. og 3. hæð hússins í hótelíbúðir. Einnig lögð fram umsögn skipulagshöfundar, dags. 16.02.00 og afrit af bókun byggingarnefndar frá 26. mars 1996.
Frestað.

119.00 Bryggjuhverfi, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Björns Ólafs arkitekts, dags. 21.12.99, varðandi breytingar á byggingarreitum 5 húsa suðvestast í Bryggjuhverfi, merkt nr. 11, 12, 14, 15, 16, samkv. tillögu sama, dags. 09.02.00.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Bryggjuhverfis.

120.00 30 km svæði, 2000
Lagðar fram að nýju tillögur umferðardeildar borgarverkfræðings, að afmörkun 30 km hverfa árið 2000, dags. 18.02.00, ásamt minnisblaði, dags. 26.01.00. Einnig lögð fram samantekt umferðardeildar á hlutfalli umferðaróhappa í 14 fyrstu 30 km hverfunum, af öllum óhöppum í borginni, árin 1992-1996, dags. 18.11.98 og 30 km hverfi 1996, árangur aðgerða, dags. 06.02.98.
Tillögur umferðardeildar samþykktar nema varðandi botnlanga í Eyrarlandi. Tillögum varðandi þá er vísað til frekari skoðunar umferðardeildar.

121.00 Spöngin , breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Hrafnkells Thorlacius arkitekts, ásamt greinargerð, dags. 07.02.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina, samkv. uppdr. sama, dags. 08.02.00. Einnig lagt fram bréf Þyrpingar hf, dags. 01.02.00.
Samþykkt að óska eftir því við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi Spangarinnar.

122.00 Vesturlandsvegur, umferðarskipulag
Lagður fram uppdráttur borgarverkfræðings, dags. 16.02.
Samþykkt.

123.00 Ármúli 3, anddyri og breyting á 1. hæð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingum á fyrstu hæð og byggja viðbyggingu og anddyri úr steinsteypu og gleri við húsið á lóðinni nr. 3 við Ármúla. Einnig lagt fram bréf Kristjáns Sigurbjarnarsonar f.h. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen dags. 01.02.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 18.02.00.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Hallarmúla 4 og Ármúla 5, sbr. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

124.00 Eiríksgata 5, br, viðbygging anddyris
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.01.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri á bakhlið og breyta bílastæðum á baklóð (norðaustur) og við Eiríksgötu á lóðinni nr. 5 við Eiríksgötu, samkv. uppdr. Atelier arkitekta, síðast br. 05.01.00. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags, dags. 01.11.99 og 08.02.00.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki breytingar á deiliskipulagi sbr., umsögn Borgarskipulags. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin hefur ekki áhrif á hagsmuni nágranna.

125.00 Breiðhöfði 10, br. á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Thomas Jan Stankiewicz arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða á lóðinni nr. 10 við Breiðhöfða, dags. 09.12.99. Málið var í kynningu frá 13. janúar til 12. febrúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki kynnta tillögu sem breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða.

126.00 Fornistekkur 9-17, glerskáli, breyting á gluggum o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja pósta í þrjá stóra glugga, minnka svalir og byggja glerskála við suðurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 17 við Fornastekk, samkv. uppdr. Teiknistofu Gunnlaugs Jónassonar, dags. 26.01.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 17.02.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Fornastekk 9, 11, 13, 15 og 16 og Skriðustekk nr. 31, sbr. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

127.00 Suðurlandsbr. 28, ofanábygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 23.12.99, þar sem sótt er um leyfi til að byggja fimmtu hæð ofan á norðurhluta og aðra hæð ofan á suðurhluta matshluta 02, byggja yfir innigarð og gera nýtt anddyri á matshluta 03 og breyta innra fyrirkomulagi húsa á lóðinni nr. 28 við Suðurlandsbraut. Jafnframt er sótt um leyfi til að sameina lóðirnar nr. 25 við Ármúla og 28 við Suðurlandsbraut. Erindinu fylgja bréf hönnuðar dags. 23.09.99, 01.12.99 og 15.12.99. Málið var í kynningu frá 13. janúar til 12. febr. 2000. Engar athugasemdir bárust.
Fallist á sameiningu lóða. Ekki gerð athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

128.00 Vesturgata 31, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11. febrúar 2000, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við húsið tvílyfta steinsteypta viðbyggingu einangraða að utan og klædd lóðréttri timurklæðningu til suður inn á baklóð og byggja nýjan bílskúr í stað þess sem nú er við lóðamörk í vestur á lóðinni nr. 31 við Vesturgötu, samkv. uppdr. Smára Smárasonar arkitekts, dags. 25. janúar 2000. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að fjarlægja tvo skúra á baklóð, matshluta 02 og 03, fastanúmer 200-1378. Bréf gatnamálastjóra dags. 8. júní 1999 og umsögn Borgarskipulags dags. 18. júní 1999 fylgja erindinu.
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 29 og 33 og að Ránargötu 18 og 20, sbr. 2. mgr. 23. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

129.00 Njálsgata 55, nýbygging og endurnýjun (fsp)
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.11.99, þar sem spurt er hvort leyft yrði að endurgera og byggja 2. hæð ofan á gamla íbúðarhúsið við Njálsgötu, byggja nýtt tvílyft tvíbýlishús á baklóð og fjarlægja skúrbyggingu á norðurlóðamörkum á lóðinni nr. 55 við Njálsgötu, samkv. uppdr. Pálma R. Guðmundssonar arkitekts, dags. 16.11.99. Bréf hönnuðar dags. 16. september 1999, samþykki nokkura nágranna ódags. og umsögn umsjónamanns eldvarna dags. 16. nóvember 1999 fylgja erindinu.
Frestað.

130.00 Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2000, varðandi ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um upplýsingar vegna tímabundinnar lokunar Bólstaðarhlíðar.


131.00 Miklabraut/Kringlumýrarbraut, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. janúar 2000, vegna mislægra gatnamóta á Kringlumýrarbraut - Miklubraut.