Grafarholt

Verknúmer : SN990382

83. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 16. júlí 2002 sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 5. f.m. um deiliskipulag og fjölgun íbúða við Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkir að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 43-49 í allt að 30 íbúðir. Á lóðum nr. 43 og 45 verða leyfðar mest 8 íbúðir í hvoru húsi en mest 7 íbúðir í húsi á lóðum nr. 47 og 49. Gera skal ráð fyrir tveimur stæðum á lóð fyrir hverja íbúð, einu í bílageymslu og einu á lóð í samræmi við sérákvæði skilmála fyrir lóðir E1.



78. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um breytingu á deiliskipulagi austurhluta Grafarvogs og fjölgun íbúða við Andrésbrunn, Katrínarlind, Marteinslaug og Þorláksgeisla.
Borgarráð samþykkti að fresta breytingu varðandi Þorláksgeisla. Erindið var að öðru leyti samþykkt.


75. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 30.10.00, síðast breytt 12.03.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá ÍAV, dags. 22.05.02.
Einnig lögð fram bréf Gylfa Guðmundssonar f.h. Sveinbjörns Sigurðssonar ehf, dags. 15.05.02, varðandi umsókn um fjölgun íbúða að Þorláksgeisla 35-41, bréf Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, ásamt uppdráttum, dags. 22.05.02, varðandi breytingu á skilmálum á lóðinni nr. 1-7 við Andrésarbrunn og umsögn Kanon arkitekta dags. 03.06.02.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í lið 1 og 2 í umsögn Kanon arkitekta þ.e. að heimilt verði að hafa flöt þök á fjölbýlishúsum við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug og heimilt verði að fjölga íbúðum um allt að 5% á svæðinu í heild enda verði aukinn fjöldi bílastæða vegna fjölgunarinnar leystur neðanjarðar. Jafnframt er samþykkt að fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 35-41 í allt að 32 íbúðir og heimilað að bílastæði verði gerð ofanjarðar enda verði hægt að koma þeim haganlega fyrir á lóð. Byggingar skulu áfram fylgja bindandi byggingarlínum auk þess sem afmarka skal bílastæði með lóðaveggjum.
Vísað til borgarráðs.


74. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta, dags. 30.10.00, síðast breytt 12.03.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts. Málið var í auglýsingu frá 10. apríl til 22. maí, athugasemdafrestur var til 22. maí 2002. Athugasemdabréf barst frá ÍAV, dags. 22.05.02.
Frestað.

69. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m. um auglýsingu deiliskipulags austurhluta Grafarholts ásamt greinargerð og skilmálum fyrir austursvæði Grafarholts, endurskoðað 12. þ.m.


66. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Kanon arkitekta, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


63. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.02.02, að fjölgun íbúða á austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða tillögu. Jafnframt verði skoðað með lóðir fyrir ódýrari íbúðir og fyrirkomulag húsa nyrst á svæðinu með tilliti til fjölda íbúða á hverja lyftu.

7. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts. Hverfisstjóri kynnti tillögu að mögulegri fjölgun íbúða.
Kynna fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar.

62. fundur 2002
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts.
Samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts.

16. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar tillaga Kanon arkitekta ehf, að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts ásamt drögum að skilmálum, dags. í júlí 2000.
Höfundar kynntu.

10. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar tillaga Kanon arkitekta að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts, dags. 21.05.00. Höfundar kynntu.



4. fundur 2000
Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Lögð fram til kynningar drög Kanon arkitekta að deiliskipulagi austurhluta Grafarholts, dags. 17.02.00. Höfundar kynntu.