Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breyting vegna Borgarlínu

Verknúmer : SN170150

181. fundur 2017
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breyting vegna Borgarlínu, verklýsing
Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. febrúar 2017 ásamt drögum að verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, dags. 8. febrúar 2017. Breytingin felst í innleiðingu Borgarlínu, nýju hágæðakerfi almenningssamgangna, í svæðisskipulag.

Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Framlögð verklýsing svæðisskipulagsbreytingar samþykkt, sbr. 1. mgr. 23. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs