Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð

Verknúmer : SN160793

181. fundur 2017
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna stefnu varðandi íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða.



178. fundur 2017
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Að lokinni kynningu á lýsingu er lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. febrúar 2017 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig eru lagðar fram ábendingar frá Friðjóni Sigurðarsyni, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 16. nóvember 2016 og umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborarsvæðinu, dags. 29. nóvember 2016. Kynning stóð til og með 24. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborarsvæðinu, dags. 22. desember 2016 og bréf skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 18. janúar 2017.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu umhverfis- og skipulagssviðs sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir telja að í mörgum atriðum sé rétt að gera þá breytingu að hægt sé að leyfa fleiri íbúðir þó byggingarmagn aukist ekki. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera þann almenna fyrirvara að í hverju tilfelli þarf að skoða umferðarmál, bílastæðamál og aðra grunngerð eins og grunnskóla og leikskóla sérstaklega."


Kl. 9:40 tekur Sverrir Bollason sæti á fundinum.



615. fundur 2017
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram ábendingar frá Friðjón Sigurðarson, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016. Kynning stóð til og með 24. nóvember 2016.
Einnig er lögð fram umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. desember 2016.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

173. fundur 2016
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lögð fram drög umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram ábendingar frá Friðjón Sigurðarson, f.h. Reita, dags. 23. nóvember 2016, Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember 2016 og bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 29. nóvember 2016.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að kynna sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Drögin verða gerð aðgengileg á vef borgarinnar og send skilgreindum hagsmunaaðilum.




170. fundur 2016
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. nóvember 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi stefnu um íbúðabyggð og fjölda íbúða.



606. fundur 2016
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. október 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs

167. fundur 2016
Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð, heimildir um fjölda íbúða, lýsing
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. október 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, varðandi stefnu um íbúðarbyggð og heimildir um fjölda íbúða sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing á skipulagsgerð samþykkt til kynningar og umsagna, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Verklýsing send til skilgreindra umsagnaraðila.
Vísað til borgarráðs.