Úlfarsárdalur

Verknúmer : SN160431

151. fundur 2016
Úlfarsárdalur, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð og tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.


587. fundur 2016
Úlfarsárdalur, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu umhverfis- og skipulagssviðs, dags.27. maí 2016, vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að Leirtjörn. Stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Megin markmið skipulagstillögunnar er að hún taka mið af stefnumörkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, ný byggð falli vel að núverandi byggð og tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum. Leggja skal áherslu á skjólmyndun fyrir ríkjandi vindáttum með nýrri byggð.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.