Hlíðarendi 4

Verknúmer : SN160307

145. fundur 2016
Hlíðarendi 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi ALARK arkitekta ehf., dags. 19. apríl 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda frá 2015 vegna lóðarinnar nr. 4 við Hlíðarenda (lóð B). Í breytingunni felst uppfærsla á skilmálatöflu þannig að B og C rými eru færð inn í nýtingarhlutfall lóðar.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur