Háskólinn í Reykjavík

Verknúmer : SN160110

181. fundur 2017
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2017, um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Háskólann í Reykjavík.



178. fundur 2017
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 13. september 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2017.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir bókar:
"Framsókn og flugvallarvinir gerðu bókun í borgarráði 29.09.2016 í tengslum við auglýsingu tillögunnar. Á grundvelli þeirra bókunar þá teljum við enn óvarlegt að taka undirgöng af skipulagi og að þeim sé lokað þegar ekki liggur fyrir með fullnægjandi hætti hvernig umferðaröryggi, sérstaklega barna á svæðinu og íþróttaiðkenda hjá íþróttafélaginu Val verði háttað. Vekur það athygli að engar athugasemdir hafa borist frá foreldrum, foreldrafélögum, skólum eða hverfisráði í tengslum við auglýsinguna, hvorki er viðkemur undirgöngunum né hljóðvist. Þrátt fyrir að við styðjum við húsnæðisuppbyggingu á svæði Háskólans í Reykjavík þá teljum við óásættanlegt að ungviði framtíðarinnar, framtíðar íbúar, á þessu svæði njóti ekki vafans þegar kemur að umferðaröryggi þeirra og uppvaxtaskilyrðum."





617. fundur 2017
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. janúar 2017 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

616. fundur 2017
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Flugbjörgunarsveitin Reykjavík dags. 5. janúar 2017 og Landssamtök hjólreiðarmanna, dags. 6. janúar 2017.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

165. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. október 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 29. september sl. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna stækkunar á skipulagssvæði og fjölgun háskólaíbúða o.fl.



162. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf., dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016.

Kl. 9:25 tekur Hjálmar Sveinsson sæti á fundinum.


Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir samþykkja að tillaga að breyttu skipulagi fari í auglýsingu en gera athugasemd við að gert sé ráð fyrir að taka undirgöng í burtu. Það er einkennileg ráðstöfun að fækka undirgöngum þegar íbúar um alla borg kalla eftir auknu umferðaröryggi með undirgöngum og brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessi undirgöng eru stutt og það sést í gegnum þau sem eru eðlilegar kröfur til undirganga í dag svo þau valdi ekki ótta og óöryggi þeirra sem þau nota."




161. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð. Jafnframt eru lagðar fram nýjar tillögu Kanon arkitekta ehf, dags. 9. september 2016 ásamt greinargerð og skilmálum, dags. 16. apríl síðast uppf. í september 2016.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.



156. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 11. mars 2016, um hávaða frá umferð.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

155. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016. Einnig lagðar fram snið- og ásýndarmyndir Kanon arkitekta, ódags.

Frestað.

151. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir arkitekt, Halldóra Bragadóttir arkitekt og Birkir Einarsson landslagsarkitekt og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

145. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir, Halldóra Bragadóttir og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.





141. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir arkitekt, Halldóra Bragadóttir arkitekt og Birkir Einarsson landslagsarkitekt kynna

139. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Helga Bragadóttir, Halldóra Kristín Bragadóttir og Birkir Einarsson frá Kanon arkitektum kynna.

574. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. febrúar 2016 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi stækkun á deiliskipulagssvæði Háskólans í Reykjavík þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

573. fundur 2016
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi stækkun á deiliskipulagssvæði Háskólans í Reykjavík þar sem gert er ráð fyrir tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2016.

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.