Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin

Verknúmer : SN160076

150. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. maí 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í afmörkuðum breytingum um stýringu starfsemi við skilgreindar götuhliðar í miðborginni. Breytingartillögur lúta annars vegna að götusvæði nr. 11, suðurhlið Hverfisgötu (nr. 4-62) og hinsvegar götusvæði nr. 14, Laugavegur v/Hlemm, milli Snorrabrautar og Rauðarárstíg.

Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa tillögu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til Borgarráðs


144. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina. Eftirtaldar umsagnir/ábendingar bárust á kynningartíma: umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. febrúar 2016, ábending Sigurlaugar H. Pétursdóttur hdl. f.h. Reita ehf., dags. 1. mars 2016, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 7. mars 2016 og hverfisráðs miðborgar, dags. 29. febrúar 2016.
Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi vegna endurskilgreiningar starfsemiskvóta við Hverfisgötu og Hlemmsvæði, dags. 11. apríl 2016.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Tillagan verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




139. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. febrúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á verklýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem felst í starfsemi við götuhliðar í miðborg, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina.



136. fundur 2016
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs