Skeifan

Verknúmer : SN160020

137. fundur 2016
Skeifan, lýsing, heildarendurskoðun deiliskipulags
Lögð fram lýsing vegna endurskoðunar deiliskipulagi Skeifunnar, dags. í febrúar 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að lýsingu samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða lýsingu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu sbr. 3. mgr.40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar Vegagerðarinnar,Umhverfisstofnunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),Bílastæðanefnd, Hverfisráð Laugardals, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur auk annara sviða og deilda innan Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarráðs.


133. fundur 2016
Skeifan, lýsing, heildarendurskoðun deiliskipulags
Kynnt drög að forsögn og frumdrög að deiliskipulagstillögu Skeifunnar.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi ARKHD Hjördís Sigurgísladóttir, fulltrúi Á stofunni Hilmar Þór Björnsson fulltrúi Á stofunni og fulltrúi Landforms Oddur Hermannsson kynna.