Reykjavíkurflugvöllur

Verknúmer : SN150770

145. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015, síðast breytt 13. apríl 2016. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alex Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson og Hallgrímur Óskar Guðmundsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri, Erna Hrönn Geirsdóttir lögfræðingur og Þorsteinn Hermannsson samgöngustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarssonar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016 gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn og þar með fullvissa um að hægt sé að loka brautinni án þess að það komi niður á flugöryggi. Niðurstaða dómsins byggir á því að samningar skuli halda en ekki á flugöryggissjónarmiðum. Því til stuðnings er vísað til bréfs frá 9.09.2015, sem Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) sendi til innanríkisráðueytis rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia, en í bréfinu kemur fram að í skýrslu Eflu um nothæfisstuðul, en áhættumatsskýrsla Isavia er unnin með hliðsjón af henni, sé hvergi vitnað í leiðbeiningarreglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en í þeim sé að finna nánari skýringar á þýðingarmiklum öryggisatriðum sem Efla tekur ekki til greina sem leiðir til þess að skýrslan inniheldur alvarlegar villur. ÖFÍA telur skýrsluna ónothæfa og óásættanlegt sé að áhættumatsskýrsla Isavia byggi á henni við ákvörðunartöku um breytt fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er m.a. bent á að borið hafi að taka mið af hemlunarástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð, vindhviðum, brautarbreidd og stærðum flugvéla sem flugvellinum sé ætlað að þjóna. Þar sem þessara atriða hafi ekki verið gætt sé útreikningur nothæfisstuðuls rangur. Þá taki áhættumat Isavia ekki til sjúkraflugs eins og staðfest er í niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia frá 1. júní 2015. Þá er staðfest í niðurstöðu Samgöngustofu að hin skýrslan sem Efla vann fyrir Isavia um svokallaðan nothæfistíma hafi hvorki verið rýnd né hafi Samgöngustofa tekið afstöðu til hennar. Skýrslan hefur því ekkert vægi en samt er ítrekað vísað til hennar í umsögn skipulagsfulltrúa."

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bóka:
"Við tökum heilshugar undir vandaða og ýtarlega umsögn skipulagsfulltrúa. Til hefur staðið að leggja niður NA/SV-flugbrautina í vel á þriðja áratug. Borgarstjórnir í Reykjavík og ríkisstjórnir hafa tekið fjölda skrefa sem miðar að því að umrædd flugbraut hverfi, að fluggarðar séu víkjandi og að kennslu- og æfingaflugi verði fundinn annar staður. Nú síðast gerðu ríki og borg með sér samning í október 2013 og féll nýlega í héraði dómur á þá leið að ríkinu bæri að loka flugbrautinni innan 16 vikna. Sjúkraflugi er ekki stefnt í hættu við gildistöku skipulagsins nú frekar en áður þegar staðið hefur til að leggja NA/SV flugbrautina niður. Nauðsynlegt er að samþykkt verði deiliskipulag svo unnt sé að bjóða upp á nauðsynlegt viðhald og þróun flugstöðvarinnar uns miðstöð innanlandsflugs verður fundinn staður til frambúðar."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Málaferli Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna NA/SV flugbrautar standa yfir því ákveðið hefur verið að vísa niðurstöðu Héraðsdóms til Hæstaréttar. Þar til að niðurstaða fæst úr þeim málaferlum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir ekki rétt að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll."

Vísað til borgarráðs.



141. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alex Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson og Hallgrímur Óskar Guðmundsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016.


Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Athugasemdir kynntar.



577. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alexander Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2016 og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

134. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. janúar 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. janúar 2016 um að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll, með þeim breytingum sem gerðar voru á grundvelli deiliskipulag sem samþykkt var af borgarstjórn 1. apríl 2014.


575. fundur 2016
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alexander Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra og skrifstofu sviðsstjóra.

131. fundur 2015
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015.

Fulltrúi T.ark Halldór Eiríksson og Halldóra Hrólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem gerðar voru á grundvelli deiliskipulags sem samþykkt var af borgarstjórn 1.apríl 2014.
Fallið er frá gerð lýsingar skv. 1, 3 og 4. mgr. 40. gr. þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Sverris Bollasonar, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, gegn þremur atkvæðum, fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og fulltrúa
Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar: "Til að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun um lokun flugbrautar þarf að liggja fyrir að lokunin komi ekki niður á flugöryggi. Er bæði órökrétt og óábyrgt að taka flugbraut út af skipulagi, gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og loka henni, áður en fullvissa um slíkt liggur fyrir. Ekki liggja fyrir nauðsynleg gögn til að taka upplýsta ákvörðun og afstöðu til lokunar flugbrautar 06/24. Því til stuðnings er vísað til niðurstöðu Samgöngustofu frá því í sumar um áhættumatið en þar kemur fram að áhættumat Isavia nái hvorki til áhrifa á flugvallarkerfi landsins í heild sinni, neyðarskipulags Almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga né fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur. Þá kemur jafnframt fram að gera þurfi sérstakt áhættumat um framkvæmd breytingarinnar komi til þess að ákveðið verði að loka flugbraut 06/24."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:"Borgarbúar stöðvuðu yfirgang og óréttlæti a.m.k. um skeið. Svar borgarstjóra til þeirra er að það verði drifið í því að endurtaka sama gráa leikinn. Engin afsökunarbeiðni fylgdi til þeirra sem ruðst var yfir án þess að sýnt væri minnsta tillit eða arða af skilningi á högum þeirra. Skipun dagsins nú er hraði. Þrátt fyrir að enginn ráðsmanna í umhverfis- og skiplagsráði hafi átt aðkomu að því á síðasta ári að afgreiða deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar taka þeir afstöðu til mjög flókins skipulagsmáls á einum aukafundi þar sem allt kapp er lagt á að flýta málinu sem mestur kostur er. Vandvirkni, fagmennska og samráð virðast ekki skipta máli. Borgarstjóri hefur gert lítið úr úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með því að tala um að á skipulagsferlinu hafi verið "minniháttar hnökrar" sem verði kippt í liðinn. Að halda slíku fram er algjör afneitun á staðreyndum málsins og alvarleika þeirra annmarka sem leiddu til þess að úrskurðarnefndin sá ekki aðra leið færa en að fella deiliskipulagið úr gildi. Stefna Reykjavíkurborgar á hendur innanríkisráðherra vegna neyðarbrautarinnar grundvallast á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar sem nú hefur verið fellt úr gildi. Grundvöllur dómsmálsins er sem sagt brostinn og málinu verður augljóslega ekki fram haldið.
Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bóka: "Deiliskipulag sem nú er samþykkt til auglýsingar er efnislega eins og það sem áður var auglýst.
Skipulagið var fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna formgalla á málsmeðferð en efnisleg málsrök kærenda hlutu ekki hljómgrunn.
Grundvöllur þess að skipulagsáætlunin sem felld er úr gildi er að mati meirihlutans minniháttar líkt og framlögð greinargerð Umhverfis- og skipulagssviðs skýrir.
Tillagan var unnin á grundvelli samkomulags borgarstjóra og innanríkisráðherra dags 25.10.2013 sem staðfest var af fulltrúum allra flokka í borgarráði á sínum tíma. Skipulagið er í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag og allar meginforsendur þess.
Eins og hingað til þegar deiliskipulag er fellt úr gildi vegna formgalla er það auglýst á nýjan leik."

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir gagnbókar:
"Samkomulag borgarstjóra og innanríkisráðherra, dags. 25.10.2013, var aldrei staðfest af Framsókn og flugvallarvinum í borgarráði enda var Framsóknarflokkurinn ekki í borgarstjórn á þessum tíma. Í samkomulaginu kemur fram að aðilar ljúki við vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess síðar á árinu. Eðli málsins samkvæmt er slíkt ekki framkvæmanlegt nema fyrir liggi fullvissa um að hægt sé að loka brautinni. Í samkomulaginu kemur skýrt fram að tilkynna á lokun samhliða auglýsingu deiliskipulagsins og samkvæmt orðanna hljóðan þarf því bæði borgarstjóri og ráðherra að standa saman að því. Helst þetta í hendur við hvort annað og því þarf að uppfylla bæði skilyrðin samtímis sem er ómögulegt meðan enn liggur ekki fyrir fullvissa um að flugöryggi sé tryggt ef brautinni er lokað."

Vísað til borgarstjórnar.





567. fundur 2015
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.