Úlfarsfell, kirkjugarður

Verknúmer : SN150753

145. fundur 2016
Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.



143. fundur 2016
Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli, samkvæmt uppdrætti Landmótunar sf., dags. 5. apríl 2016. Einnig er lögð fram skýrsla Borgarsögusafns Reykjavíkur nr. 174 um fornleifaskráningu, dags. 2016, á deiliskipulagssvæði sem er hlut af jörðinni Lambhaga við Úlfarsfell.

Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




566. fundur 2015
Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lögð fram umsókn Landmótunar sf., mótt. 11. nóvember 2015, um deiliskipulag fyrir kirkjugarð undir hlíðum Úlfarsfells, samkvæmt uppdrætti Landmótunar sf., dags. 4. desember 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

130. fundur 2015
Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lögð fram umsókn Landmótunar sf., mótt. 11. nóvember 2015, um drög að deiliskipulagi fyrir kirkjugarð undir hlíðum Úlfarsfells, samkvæmt uppdrætti Landmótunar sf., dags. 14. desember 2015. Einnig er lögð fram greinargerð, dags. 14. desember 2015.

Fulltrúar Landmótunar Þórhildur Þórhallsdóttir og Óskar Örn Gunnarsson og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.