Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-30 - Miðborgin

Verknúmer : SN150741

129. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-30 - Miðborgin, ákvæði um starfsemi í miðborginni
Umhverfis- og skipulagssviði er falið að endurmeta einstök stefnuákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur um miðborgina, einkum sérstök ákvæði um starfsemi á landnotkunarsvæðum og stýringu starfsemi á einstaka götusvæðum (götuhliðum) (sjá bls. 195, 204-209, í kaflanum Landnotkun) og enn fremur almenn markmið um miðborgina eftir því sem við á (sjá kaflann Miðborgin), samanber einnig bókun umhverfis-og skipulagsráðs frá 30. september 2015. Til grundvallar endurmati er þróun uppbyggingar síðustu misseri, úttektir og greiningar á núverandi stöðu og reynslan af notkun gildandi stefnuákvæða.