Tangabryggja 18-24

Verknúmer : SN150727

129. fundur 2015
Tangabryggja 18-24, breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst breyting á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu, samkvæmt tillögu Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 26. nóvember 2015.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



565. fundur 2015
Tangabryggja 18-24, breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðsgjöf ehf., mótt. 26. nóvember 2015, varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst breyting á stærðarsamsetningu íbúða í húsinu, samkvæmt tillögu Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., dags. 26. nóvember 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.
Umsækjandi þarf að greiða samkvæmt gr. 7.6 fyrrgreindar reglugerðar, áður en tillaga fer í auglýsingu.