Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð

Verknúmer : SN150574

129. fundur 2015
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 7. desember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur og hljóðvistarskýrsla dags. 7. desember 2015.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr.. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




565. fundur 2015
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 24. nóvember 2015 að deiliskipulagi Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Í tillögunni felst að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

124. fundur 2015
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. október 2015 um samþykkt borgarráðs 15. október 2015 varðandi lýsingu á deiliskipulagi fyrir Miklubraut, svæði frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð.



121. fundur 2015
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, deiliskipulag
Lögð fram lýsing Landslags ehf unnið fyrir umhverfis- og skipulagssvið, dags. 1. október 2015, vegna deiliskipulags Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Megintilgangur breytingarinnar er að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar,Vegagerðarinnar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hverfisráði Hlíða, Strætó bs ásamt viðeigandi nefndum og deildum Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarráðs

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:14.