Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi

Verknúmer : SN150530

136. fundur 2016
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.



Umsagnir kynntar.

127. fundur 2015
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2015 vegna samþykktar borgarrsáðs s.d. á skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar, Hverfi 3.1 Háteigshverfi, 3.2. Hlíðarhverfi og 3.3. Öskjuhlíðarhverfi.



124. fundur 2015
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015.

Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. sbr. 3.ml. 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðar ríkisins, Veðurstofu Íslands og Strætó bs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka:
"Eitt helsta hagsmunamál í hugum margra sem búa í Hlíðunum er að Miklubraut verði sett í stokk. Áhugi á þessari framkvæmd hefur ítrekað komið fram á íbúafundum. Stokkur myndi bæta loftgæði til muna og myndi auk þess tengja hverfið Klambratúni þar sem í stað Miklubrautar, með öllum sínum þunga, kæmi borgargata á 30 km svæði. Öryggi og lífsgæði myndu aukast. Í lýsingu að hverfisskipulagi Hlíða, Háteigs og Öskjuhlíðahverfis er ekki getið um stokk sem mætti þá að skilja svo að þessi lausn sé ekki lengur á borðinu. Nánari útfærsla á stokknum ætti að var hluti af hverfisskipulagi. Að lágmarki ætti að gera grein fyrir stöðu málsins og stefnu til framtíðar enda eru forsendur stokksins skilgreindar í greinargerð með aðalskipulagi Reykjavíkur.
Á næstu árum mun umferð aukast verulega um hverfið vegna stækkunar Landspítala. Ekki er í lýsingu á hverfisskipulagi fjallað um mótvægisaðgerðir. Öðru nær er gert ráð fyrir því að mislæg gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar verði fjarlægð en á skipulagsuppdrætti er óskilgreint þróunarsvæði þar sem samgöngumannvirkið stendur nú. Ekki er sýnt fram á hvaða gatnaskipulag geti leyst mislægu gatanmótin af. 17.000 manna íbúðabyggð á flugvallarsvæðinu auk 100.000 fm atvinnuhúsnæðis mun hafa gífurleg áhrif á lífsgæði Hlíða, Háteigs- og Öskjuhlíðahverfis. Ekkert er fjallað um þetta í lýsingu að hverfisskipulagi."

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó Haraldsdóttir bóka: "Ekki hefur verið slegin út af borðinu sú áætlun að Miklabraut verði sett í stokk. Tekin verður afstaða til hennar og annarra umferðarmála í hverfinu í hverfisskipulagsgerðinni sjálfri en ekki í skipulags- og matslýsingu."

Vísað til borgarráðs.

Sverrir Bollason vék af fundi við umfjöllun málsins.


123. fundur 2015
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015.

Sverrir Bollason víkur af fundi undir þessum lið.

Fulltrúar ráðgjafateymis Helga Bragadóttir og Sigríður Magnúsdóttir, Ævar Harðarson og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjórar, og formaður hverfisráðs Hlíða Margrét Norðdahl sitja fundinn undir þessum lið.

Frestað.

118. fundur 2015
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015.


Ævar Harðarson og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar ráðgjafateymis Helga Bragadóttir Sigríður Magnúsdóttir kynna.