Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur

Verknúmer : SN150391

124. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. október 2015 um samþykkt borgarráðs 15. október 2015 varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi reit 1.154.3, Barónsreitur.



122. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, dags. október 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig er lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, dags. 2. september 2015 og Hverfisráðs Miðborgar, dags. 25. september 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins





118. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Kynnt drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, dags. september 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.



116. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. ágúst 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Barónsreits, stefna um hæðir húsa og fjölda íbúða.



115. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram verklýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 vegna Barónsreits, dags. ágúst 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. júlí 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri og Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Verklýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.


114. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram verklýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 vegna Barónsreits, dags. ágúst 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. júlí 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.

114. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits.



113. fundur 2015
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. júlí 2015 að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits. Um er að ræða stefnu um hæðir húsa á reitnum og lagfæringu á framsetningu.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs