Guðrúnartún 1

Verknúmer : SN150276

110. fundur 2015
Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 12. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð með því að koma fyrir bílastæðum ofan á bílakjallara, sem heimilt er að reisa norðan við húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Tillögunni er synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar þeirra Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Friðriksdóttur og fulltrúa Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Vísað til borgarráðs.


541. fundur 2015
Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2015 var lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 12. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð með því að koma fyrir bílastæðum ofan á bílakjallara, sem heimilt er að reisa norðan við húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2015. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

539. fundur 2015
Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2015 var lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 12. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð með því að koma fyrir bílastæðum ofan á bílakjallara, sem heimilt er að reisa norðan við húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2015. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

538. fundur 2015
Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 12. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð með því að koma fyrir bílastæðum ofan á bílakjallara, sem heimilt er að reisa norðan við húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2015.

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.