Miklabraut/Rauðagerði

Verknúmer : SN150188

114. fundur 2015
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis, við Miklubraut.



112. fundur 2015
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags. Tillagan var auglýst frá 8. maí til og með 19. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birgir Grímsson dags. 1. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn samgöngustjóra dags. 23. júní 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar samgöngustjóra dags. 23. júní 2015.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir bóka eftirfarandi: "Nauðsynlegt er að skoða hönnun strætóreinar og samspil hennar við frárein frá Miklubraut inn á Breiðholtsbraut, ásamt tengingu strætóreinar inn í fráreinina. Umferðarþungi þar er mikill og ljóst að til mikils er að vinna að stuðla að góðu umferðarflæði á þessum stað. Þá myndast oft raðir sem ná langt inn á Miklubraut með tilheyrandi töfum og slysahættu. Því er mikilvægt að nota þetta tækifæri til að leysa þann vanda og auka þar með umferðaröryggi."

Vísað til borgarráðs.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.




544. fundur 2015
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags. Tillagan var auglýst frá 8. maí til og með 19. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birgir Grímsson dags. 1. júní 2015. Lögð fram umsögn samgöngustjóra dags. 23. júní 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

105. fundur 2015
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 16. apríl 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis, við Miklubraut.



102. fundur 2015
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs.