Austurhöfn reitur 1

Verknúmer : SN150051

97. fundur 2015
Austurhöfn reitur 1, (fsp) breyting á skilmálum
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurhafnar, sérákvæðis um byggingar á reit 1.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar PK. arkitekta Pálmar Kristmundsson arkitekt og Fernando de Mendonça arkitekt , og fulltrúi Stólpa Gísli Steinar Gíslason kynna.

526. fundur 2015
Austurhöfn reitur 1, (fsp) breyting á skilmálum
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. janúar 2015 var lögð fram fyrirspurn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurhafnar, sérákvæðis um byggingar á reit 1. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

525. fundur 2015
Austurhöfn reitur 1, (fsp) breyting á skilmálum
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurhafnar, sérákvæðis um byggingar á reit 1.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.