Hlíðarendi

Verknúmer : SN150032

94. fundur 2015
Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði greiddu atkvæði gegn deiliskipulagi Hlíðarenda þann 5. nóvember 2014 og gerðu þá skýra grein fyrir atkvæðum sínum með ítarlegum bókunum. Með sama hætti afgreiddu borgarfulltrúar þessara sömu flokka deiliskipulagið í borgarstjórn 2. desember sl. Afstaða fulltrúanna er enn óbreytt".

Vísað til borgarráðs.




524. fundur 2015
Hlíðarendi, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram umsókn Valsmanna hf. dags. 20. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda. Í breytingunni felst að endurskilgreina útbygginga- og svalakvaðir, endurskilgreina kvaðir um fjölda uppdeildra húseininga o.fl., samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf. að greinargerð og skilmálum dags. 1. nóvember 2014 br. 10. janúar 2015.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.