Brautarholt 7

Verknúmer : SN150012

110. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt.



105. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í allt að 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 18 í 19 samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð af fundi með hagsmunaaðilum við Brautarholt sem haldin var 9. desember 2014 og samantekt um bílastæði í Holtum ódags. í janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Ragnarsdóttir og Símon S. Wiium dags. 5. mars 2015 og Friðjón Bjarnason f.h. Húsfélagsins Ásholti 2-42, dags. 14. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. apríl 2015 með .fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: .
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað lagt til að samhliða þéttingu byggðar gæti borgin hagsmuna þeirra sem fyrir eru á þéttingarreitum og komi til móts við áhyggjur og ábendingar íbúa til að tryggja að ekki sé gengið á lífsgæði þeirra. Með reglum Bílastæðasjóðs sem nú eru í vinnslu er lagt til að stigið verði skref í þá átt að tryggja þeim forgang að bílastæðum í íbúðahverfum sem fá íbúakort. Engin reynsla er þó komin á það fyrirkomulag og engan veginn er hægt að fullyrða að nýir íbúar að Brautarholti 7 muni fara sinna ferða með öðrum hætti en á bílum og þar með hvaða áhrif 102 íbúðir muni hafa á nærumhverfið að þessu leyti en 83 þeirra eru án bílastæða. Mikilvægt er að halda áfram að fylgjast með þeirri þróun og bregðast við eins og þörf krefst.

Vísað til borgarráðs.


536. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í allt að 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 18 í 19 samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð af fundi með hagsmunaaðilum við Brautarholt sem haldin var 9. desember 2014 og samantekt um bílastæði í Holtum ódags. í janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Ragnarsdóttir og Símon S. Wiium dags. 5. mars 2015 og Friðjón Bjarnason f.h. Húsfélagsins Ásholti 2-42, dags. 14. apríl 2015. Umsókninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

535. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í allt að 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 18 í 19 samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð af fundi með hagsmunaaðilum við Brautarholt sem haldin var 9. desember 2014 og samantekt um bílastæði í Holtum ódags. í janúar 2015. Tillagan var auglýst frá 2. mars til og með 13. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingunn Ragnarsdóttir og Símon S. Wiium dags. 5. mars 2015 og Friðjón Bjarnason f.h. Húsfélagsins Ásholti 2-42, dags. 14. apríl 2015.

Vísað til umsagnar verkefnastjóra

98. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Brautarholti 7.



522. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr að hámari 100 í að hámarki 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 20 í 21, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

95. fundur 2015
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Félagsstofnunar stúdenta dags. 9. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt. Í breytingunni felst fjölgun íbúða í allt að 102 ásamt fjölgun bílastæða úr 18 í 19 samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 8. janúar 2015.
Einnig er lögð fram fundargerð af fundi með hagsmunaaðilum við Brautarholt sem haldin var 9. desember 2014 og samantekt um bílastæði í Holtum ódags. í janúar 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá og bóka
"Áhyggjur íbúa og hagsmunaaðila af uppbyggingu og bílastæðamálum á svæðinu eru réttmætar. Ekki hefur tekist að skapa sátt um þéttingu byggðar og skapa samráðsgrundvöll sem er forsenda uppbyggingar í eldri hverfum. Sérstaklega á það við á þessum reit. Óánægja íbúa og fyrirtækja í nágrenninu hefur komið skýrt fram á fyrri stigum þessa máls. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa flutt tillögur í borgarstjórn og í umhverfis og skipulagsráði um að komið verði til móts við ábendingar íbúa til dæmis með stefnu um heildarlausnir í bílastæðamálum. Þessar lausnir hafa ekki verið kynntar fyrir fulltrúum Sjálfstæðisflokksins né ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiða ekki atkvæði með því að setja framlagða tillögu í auglýsingaferli vegna þess að með tilliti til sögu þessa máls þarf miklu meira samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila áður en lengra er haldið."
Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhann Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðsluna og bókar:
"Fulltrúi framsóknar og flugvallarvina greiðir ekki atkvæði með tillögunni þar sem bílastæðavandi í hverfinu samhliða þéttingu byggðar hefur enn ekki verið leystur þrátt fyrir áhyggjur íbúa og hagsmunaðila "
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.