Laugavegur 120

Verknúmer : SN140584

114. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg.



113. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Tillagan var fyrst auglýst frá 30. janúar til og með 13. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. febrúar 2015 og Herdís P. Pálsdóttir og Jón Á. Sigurðsson, dags. 13. mars 2015. Tillagan var síðan endurauglýst frá 22. maí 2015 til og með 3. júlí 2015. Engar athugasemdir bárust við þá kynningu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 201í5 um athugasemdir.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2015.
með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínu Soffíu Jónsdóttur fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Önnu Herdísar Þorvaldsdóttur og Ólafs Guðmundssonar og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Vísað til borgarráðs.



107. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2015.
Einnig er lagt fram bréf Halldór K. Halldórsson, Fjeldsted & Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðharhafa Laugavegs 120 , dags. 18. maí 2015 og minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. maí 2015.


Minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra dags. 19. maí 2015 samþykkt



538. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 6. maí 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

105. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. apríl 2015 um samþykkt borgarstjórnar dags. 21. apríl 2015 vegna breytinga á deiliskipulagi lóðarinnar að Laugavegi 120.



101. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 13. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. febrúar 2015 og Herdís P. Pálsdóttir og Jón Á. Sigurðsson, dags. 13. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2015 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur , fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í eldri deiliskipulagsáætlunum hefur verið gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Bílakjallarinn er nú felldur niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara og að taka verði tillit til skorts á bílastæðum á svæðinu. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar víða komnar í ljós"
Vísað til borgarráðs.






532. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 13. mars 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Símon S. Wiium og Ingunn Ragnarsdóttir dags. 18. febrúar 2015 og Herdís P. Pálsdóttir og Jón Á. Sigurðsson, dags. 13. mars 2015. Erindi er

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

94. fundur 2015
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. janúar 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 20. janúar 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.210.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg.



89. fundur 2014
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka:
"Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 1.000 fermetra bílakjallara undir þeim hluta lóðarinnar að Laugavegi 120 sem enn er óbyggður. Í nýrri tillögu að deiliskipulagi sem nú er send í auglýsingu hefur krafa um bílakjallara verið felld niður en byggingarmagn ofanjarðar aukið um þriðjung. Einungis er gert ráð fyrir 17 bílastæðum á lóð 7.000 fermetra hótels sem þarna mun rísa verði tillagan samþykkt. 30 bílastæði sem nú eru á lóð Laugavegar 120 eru felld niður í deiliskipulagstillögunni en auk þess stendur til að fella niður aðliggjandi 25 bílastæði sem eru á borgarlandi við Hlemm. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina telja að ekki eigi að fella niður kröfu um bílakjallara. Með nýju aðalskipulagi er verulega slakað á kröfum um bílastæði og eru afleiðingar þess þegar komnar í ljós. Enda þótt framkvæmdum við uppbyggingu á Hlemmssvæðinu sé einungis að hluta lokið hafa komið fram mjög ákveðnar raddir frá íbúum og þeim, sem starfa á svæðinu, um að skortur sé á bílastæðum og kröfur um að borgin bregðist við því.
Ekki hafa verið mótaðar reglur Reykjavíkurborgar um greiðslur fyrir aukinn byggingarrétt á þegar byggðum lóðum. Borgarfulltrúar Sjálfsstæðisflokks og Framsóknar og flugvallavina telja að lóðarhafar eigi að greiða fyrir aukinn byggingarrétt hvort heldur við úthlutun nýrra lóða eða þar sem byggingarmagn er aukið verulega í eldri hverfum".

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og fulltrúar Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og Páll Hjaltason og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bóka:
"Í ljósi þess að í deiliskipulagsbreytingu er byggingamagn aukið verulega og auk þess farið fram á að fallið verði frá byggingu bílakjallara telur umhverfis og skipulagráð rétt að gengið verði til samninga við lóðarhafa um þátttöku hans i kostnaði við hönnun og frágang á Hlemmtogi
Fyrir liggur að ásýnd og útlit torgsins a Hlemmi skiptir miklu fyrir lóðarhafa og borgina. Torgið verður hluti af umhverfi fyrirhugaðs hótels og hótelið hluti af ásýnd torgsins, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðalinngangi hótelsins frá torginu. Hagsmunir lóðarhafa og borgarinnar fara þannig saman. Þvi er eðlilegt að gengið verði til samninga um þátttöku lóðarhafans i kostnað við endurgerð torgsins."

Umhverfis og skipulagsráð bókar:
"Umhverfis og skipulagsráð telur tímabært að borgin setji reglur um greiðslu/ gjaldtöku lóðarhafa, þegar óskum þeirra er fullnægt með verulega auknu byggingarmagni i breytingum a deiliskipulagi.
Oftar en ekki heimila breytingar a deiliskipulagi auknar byggingarheimildir lóðarhafa og þar með að eykst verðmæti lóðar verulega. Því er nauðsynlegt að borgin setji sér reglur og gjaldskrá fyrir þannig breytingar. Þess þarf þó að gæta að slíkt gjald hafi ekki áhrif a einstaklinga sem hyggjast ráðast i eðlilegar endurbætur og hóflegar stækkanir íbúðarhúsnæðis, til hagsbóta fyrir sig og sína fjölskyldu."




519. fundur 2014
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. desember 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp Glámu/kím ehf. dags. 3. desember 2014 og greinargerð dags. dags. 4. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

88. fundur 2014
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Kynnt umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014. Einnig er kynnt greinargerð Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014 og umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

517. fundur 2014
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2014 var lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 12 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014 og umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.

515. fundur 2014
Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Mannverks ehf. dags. 4. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 12 við Laugaveg. Í breytingunni felst uppbygging á lóð o.fl., samkvæmt uppdr. Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Glámu/Kím ehf. dags. 4. nóvember 2014 og umsögn Minjastofnunar dags. 31. október 2014.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.