Vogabyggð

Verknúmer : SN130427

51. fundur 2014
Vogabyggð, dómnefnd
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. á tillögu að reglum fyrir húsverndarsjóð Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2014.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi kl. 13:35.

Páll Hjalti Hjaltason kynnti.

38. fundur 2013
Vogabyggð, dómnefnd
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipan formanns í dómnefnd í örsamkeppni um skipulag Vogabyggðar
Samþykkt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs Páll Hjaltason verði skipaður formaður dómnefndar.



35. fundur 2013
Vogabyggð, dómnefnd
Lögð fram drög að hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.
Ætlunin er að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Björn Ingi Edvardsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í meginforsendur forsagnar að keppnislýsingu fyrir Vogabyggð með þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.

34. fundur 2013
Vogabyggð, dómnefnd
Lögð fram drög að hugmyndasamkeppni um skipulag reitsins sem afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, Elliðaárósum og aðrein að Sæbraut.
Ætlunin er að endurnýja skipulag svæðisins svo það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu í samræmi við tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

Frestað.