Bólstađarhlíđ 47, Háteigsskóli

Verknúmer : SN130337

33. fundur 2013
Bólstađarhlíđ 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 30. ágúst 2013 vegna samţykktar borgarráđs dags. 29. ágúst 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóđar nr. 47 viđ Bólstađarhlíđ, Háteigsskóla.


29. fundur 2013
Bólstađarhlíđ 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögđ fram tillaga umhverfis- og skipulagssviđs ađ breytingu á deiliskipulagi lóđarinnar nr. 47 viđ Bólstađarhlíđ, Háteigsskóli. Í breytingunni felst ađ koma fyrir byggingarreit fyrir tvćr fćranlegar kennslustofur ásamt tengigangi, samkvćmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviđs dags. 9. ágúst 2013. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Háteigsskóla dags. 9. ágúst 2013 og minnisblađ skóla- og frístundasviđs dags. 19. ágúst 2013, minnisblađ og svör skólastjóra Háteigsskóla dags. 19. ágúst 2013 og minnisblađ skólastjóra Háteigsskóla vegna halastjörnunar dags. 19. ágúst 2013.

Rúnar Gunnarsson verkefnisstjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri Tómstunda hjá skóla- og frístundasviđi og Hilmar Sigurđsson form. hverfisráđs Hlíđa sátu fundinn undir ţessum liđ.


Samţykkt ađ auglýsa framlagđa tillögu međ sjö atkvćđum fulltrúa besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Karls Sigurđssonar og Diljár Ámundadóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Grćns frambođs Torfa Hjartarsonar og fulltrúa Sjálfstćđisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar.
Fulltrúar besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurđsson og Diljá Ámundadóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Grćns frambođs Torfi Hjartarson og fulltrúi Sjálfstćđisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson lögđu fram svohljóđandi gagnbókun:"Mjög brýnt er ađ leysa húsnćđisvanda frístundastarfs í Háteigsskóla í samrćmi viđ eindregin tilmćli skólastjóra. Skóla- og frístundaráđ hefur mćlt međ ţeirri stađsetningu fćranlegra kennslustofa sem sett er fram í tillögu ađ deiliskipulagi en ađrar stađsetningar innan lóđar hafa einnig fengiđ umfjöllun í Umhverfis- og skipulagsráđi. Ţađ er skođun ráđsins ađ endurskipuleggja ţurfi lóđ skólans. Ráđiđ felur Umhverfis- og skipulagssviđi ađ hefja ţá vinnu og kalla skólastjóra og foreldra til samráđs. Fjárhagsáćtlun nćsta árs taki miđ af ţví.
Tilgangurinn er ađ nýta lóđina sem best, auka umferđaröryggi og efla útivistargildi lóđarinnar. Skólastofur ţćr sem nú er gerđ tillaga um á lóđinni eru í bráđbirgđahúsnćđi og fćranlegar. Stađsetning ţeirra til lengri tíma ásamt stađsetning annarra mannvirkja á lóđinni verđi undir í endurskipulagningu skólalóđarinnar."

Fulltrúar Sjálfstćđisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir greiddu atkvćđi á móti tillögunni og bókuđu: "Ţađ er grá og gamaldags hugsun ađ setja fćranlegar kennslustofur á eina grćna svćđiđ sem börnin í Háteigsskóla hafa til ađ leika sér á. Ţetta grćna svćđi er einnig sleđabrekka, sem fundarmenn fengu upplýsingar um ađ vćri mikiđ notuđ. Ađrir stađir koma til greina á lóđinni. Sem eitt dćmi má nefna ađ hćgt vćri ađ koma húsunum fyrir í jađri bílastćđisins viđ hliđ skólans. Ţađ svćđi er í ólestri í dag og hafa foreldrar óskađ eftir ađ svćđiđ verđi gert ađgengilegra og öruggara til ađ keyra og sćkja börnin í skóla sem og hafa kennarar óskađ eftir öruggri ađstöđu fyrir sundlaugarrútuna. Ţađ er hćgur vandi ađ koma kennslustofunum fyrir á ţví svćđi og nota um leiđ tćkifćriđ til ađ gera svćđiđ í heild öruggara međ tilliti til ţeirra ţátta og skólabörnin fá ţá ađ halda sínum grćna hól."

Vísađ til borgarráđs.


450. fundur 2013
Bólstađarhlíđ 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögđ fram tillaga umhverfis- og skipulagssviđs ađ breytingu á deiliskipulagi lóđarinnar nr. 47 viđ Bólstađarhlíđ, Háteigsskóli. Í breytingunni felst ađ koma fyrir byggingarreit fyrir tvćr fćranlegar kennslustofur ásamt tengigangi, samkvćmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviđs dags. 5. júlí 2013.

Vísađ til umhverfis-og skipulagsráđs.

28. fundur 2013
Bólstađarhlíđ 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögđ fram tillaga umhverfis- og skipulagssviđs ađ breytingu á deiliskipulagi lóđarinnar nr. 47 viđ Bólstađarhlíđ, Háteigsskóli. Í breytingunni felst ađ koma fyrir byggingarreit fyrir tvćr fćranlegar kennslustofur ásamt tengigangi, samkvćmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviđs dags. 9. ágúst 2013. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Háteigsskóla dags. 9. ágúst 2013.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir ţessum liđ.

Frestađ
Umhverfis- og skipulagsráđ óskar eftir minnisblađi frá skóla- og frístundasviđi um nauđsyn ţess ađ fćra til kennslustofur. Ráđiđ ítrekar ţá stefnu borgarinnar ađ frístundastarf skuli fara fram innan veggja skólanna ţar sem ţví verđur viđ komiđ og telur ţörf á rökstuđningi fyrir ţví ađ börn sem rúmast ágćtlega fyrir hádegi innan veggja skólans geta ekki veriđ ţar eftir hádegi.
Jafnframt óskar ráđiđ eftir almennum upplýsingum um húsnćđismál frístundaheimilanna:
a. Hversu mörg frístundaheimili eru inni í húsnćđi skólanna?
b. Hversu mörg frístundaheimili eru í lausum kennslustofum?
c. Hversu mörg frístundaheimili eru í öđru húsnćđi, s.s. utan skólans?
d. Hversu mörg frístundaheimili eru ađţrengd eđa í húsnćđi sem ţyrfti ađ betrumbćta?