Ölfus/Grafningur

Verknúmer : SN130325

28. fundur 2013
Ölfus/Grafningur, deiliskipulag við Bolaöldur
Lagður fram að nýju tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfusar dags. 28. júní 2013 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur á Ölfusi. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 3. júní 2013 og uppdr. 1 og 2 Landmótunar dags. 3. júní 2013. Erindi var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.

Árný Sigurðardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.

452. fundur 2013
Ölfus/Grafningur, deiliskipulag við Bolaöldur
Lagður fram að nýju tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfusar dags. 28. júní 2013 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur á Ölfusi. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 3. júní 2013 og uppdr. Landmótunar dags. 3. júní 2013. Erindi var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 17. júlí 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

450. fundur 2013
Ölfus/Grafningur, deiliskipulag við Bolaöldur
Lagður fram tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfusar dags. 28. júní 2013 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur á Ölfusi. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 3. júní 2013 og uppdr. Landmótunar dags. 3. júní 2013.

Vísað til umsagnar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir 19. júlí nk.