Elliðabraut 2

Verknúmer : SN130251

24. fundur 2013
Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. júní 2013 um samþykkt borgarráðs 13. júní 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvar við Elliðabraut 2.



21. fundur 2013
Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hafsteins Guðmundssonar f.h N1 hf. dags. 21. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvarlóðar að Elliðabraut 2. Sótt er um breytingu á byggingarreit og að koma fyrir annarri innkeyrslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2013. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 21. maí 2013.

Hér er um að ræða breytingu á gömlu skipulagi á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. Umhverfis- og skipulagsráð áréttar að í gildi er stefna um orkustöðvar í Reykjavík sem gerir ekki ráð fyrir fleiri stórum stöðvum í landi borgarinnar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


444. fundur 2013
Elliðabraut 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Hafsteins Guðmundssonar f.h N1 hf. dags. 21. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna bensínstöðvarlóðar að Elliðabraut 2. Sótt er um breytingu á byggingarreit og að koma fyrir annarri innkeyrslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2013. Einnig lagt fram bréf hönnuðar dags. 21. maí 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs