Samgöngumiðstöð

Verknúmer : SN130249

18. fundur 2013
Samgöngumiðstöð, skýrsla vinnuhóps
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2013 vegna afgreiðslu borgarráðs 28. febrúar um að vísa skýrslu vinnuhóps á vegum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. um þróun samgöngumiðstöðvar og nánasta umhverfi til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað er til bréfs borgarstjórans í Reykjavík dags. 1. mars s.l. , þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um ofangreinda skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að samgöngumiðstöð við Hringbraut geti verið áhugaverður kostur sem skiptistöð strætisvagna og miðstöð fyrir skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn.
Eins og fram kemur í bréfi borgarstjóra hefur endanleg þarfagreining ekki enn verið unnin og ákveðnum þáttum í undirbúningi er ólokið
Ráðið mun fylgjast með störfum stýrihóps sem fjallar um uppbyggingu miðstöðvarinnar og með tillögum Strætó BS varðandi hugsanlegar breytingar á leiðarkerfi almenningssamgangna.