Einholt-Þverholt

Verknúmer : SN130238

45. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2013 um samþykkt borgarráðs s.d á deiliskipulagi fyrir reit Einholt Þverholt.



41. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 11. ágúst 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 11. ágúst 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 21. ágúst 2013 ásamt bókun Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 2. september 2013 til og með 14. október 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Gláma-Kím f.h. húseigenda Þverholti 11 dags. 9. okt. 2013 og Þórarinn Hauksson dags. 14. október 2013. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2013.
Vísað til borgarráðs.


464. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 11. ágúst 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 11. ágúst 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt, athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 21. ágúst 2013 ásamt bókun Hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 2. september 2013 til og með 14. október 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Gláma-Kím f.h. húseigenda Þverholti 11 dags. 9. okt. 2013 og Þórarinn Hauksson dags. 14. október 2013.


Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

30. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. ágúst 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi á reitnum Einholt-Þverholt.



28. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013 breytt 11. ágúst 2013.
Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013 breytt 11. ágúst 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


454. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

453. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

25. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.

Hildur Gunnlaugsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Jafnframt var samþykkt að auglýsa tillöguna ef ekki koma fram athugasemdir við hagsmunaaðilakynninguna.
Vísað til borgarráðs






449. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í maí 2013 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 19. júní 2013.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.


Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

22. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 31. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 30. maí 2013 um kynningu á lýsingu, dags. í maí 2013, vegna deiliskipulags á reitnum Einholt-Þverholt, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 22. maí 2013.



18. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í maí 2013 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Miðborgar og Hlíða.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson bókaði: Það er fagnaðarefni að uppbyggingin á Einholts/Þverholts-reitnum sé loks að hefjast og ég styð deiliskipulagið.
Rétt er þó að láta þess getið að tæplega 50 ný bílastæði sem nú bætast við, vinna gegn yfirlýstum markmiðum borgarinnar um minni mengun, minni hávaða frá umferð, meira umferðaröryggi og fallegri borgarmynd. Bílastæði draga til sín umferð, og upphafleg tillaga sem gerði ráð fyrir færri stæðum hefði skapað betra borgarumhverfi. Borgin þarf að leita leiða til að skapa gott borgarumhverfi á nærliggjandi reitum, þar sem almenningsrými verða í forgangi ásamt góðri aðstöðu til að ganga eða hjóla um svæðið, fremur en að teppaleggja með malbiki sem gerir ekkert annað en að draga til sín umferð.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri hreyfingar Græns framboðs umhverfis og skipulagsráð ítreka þá skoðun sína að aukinn fjöldi bílastæða leiðir til aukinnar bílaumferðar. Sú skoðun byggir á reynslu skipulagsyfirvalda og borgarbúa í Reykjavík og öðrum borgum. Við bendum einnig á að það er rauður þráður á íbúafundum í Reykjavík að borgarbúar kvarta yfir of mikilli og hraðri bílaumferð í borginni. Ein skilvirkasta leiðin til að tempra bílaumferðina er að takmarka bílastæðin eins og kostur er. Vegna lagatæknilegra mistaka í vinnslu málsins föllumst við á að samþykkja lýsinguna til samþykktar og kynningar, jafnvel þótt hún geri ráð fyrir tæplega 50 fleiri bílastæðum en upphaflega stóð til. Við fögnum fyrirhugaðri uppbyggingu við Einholt og Þverholt. við teljum að deiliskipulagstillagan feli í sér raunhæf fyrirheit um mannvænt og vistvænt hverfi.


443. fundur 2013
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í maí 2013 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.