Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

Verknúmer : SN130222

44. fundur 2013
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt fram bréf dags. 6. nóvember af fundi borgarstjórnar dags. 5. nóvember 2013 þar sem erindi er samþykkt. Vísað er til 15. liðar fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2013.



40. fundur 2013
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga ásamt umhverfisskýrslu sbr. bréf svæðisskipulagsstjóra SSH. Tillagan var auglýst frá 9. ágúst til og með 20. september 2013. Lagðar fram innkomnar athugasemdir sem bárust ásamt yfirliti yfir þær. Einnig lögð fram umsögn fagráðs svæðisskipulagsnefndar um athugasemdirnar, dags. 16. okt. 2013. Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé, svæðisskipulagsstjóra SSH, dags. 21. október 2013 ásamt fundargerðum 37. fundar og 38. fundar svæðisskipulagsnefndar. Einnig er lögð fram umsögn verkefnastjóra svæðisskipulags dags. 29. október 2013.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri svæðisskipulags tekur sæti á fundinum.



Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir samþykktu umsögn verkefnisstjóra svæðisskipulags dags. 29. október 2013.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir bókaði: "Samþykkt svæðisskipulags er nauðsynleg samfara margra ára vinnu við gerð nýs aðalskipulags."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði á móti.

Vísað til borgarráðs







18. fundur 2013
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013 um breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.



15. fundur 2013
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt fram erindi borgarráðs dags. 29. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi svæðisskipulagsnefndar dags. 23. apríl 2013 varðandi breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitafélaga dags. 19. apríl 2013. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. febrúar 2013, drög að umferðarspá dags. 5. nóvember 2012 og umsagnir og athugasemdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013.

Haraldur Sigurðsson sat fundin undir þessum lið.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 13:48.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: Fallist er á að breytingatillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga til samþykktar í auglýsingu sbr. 24 gr. Skipulagslaga. Tekið skal fram að í því fellst ekki samþykki á tillögunum.