Efstaleiti 5

Verknúmer : SN130213

459. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 9. ágúst 2013 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. ágúst 2013 þar sem gerð er athugasemd við erindið. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

34. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. ágúst 2013 þar sem gerð er athugasemd við erindið.

Harri Ormarsson lögfræðingur og Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við bréf Skipulagsstofnunar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna deiliskipulag að reitnum í samráði við lóðarhafa.


455. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 1. ágúst 2013 þar sem gerð er athugasemd við erindið.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

451. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju umsókn Byggiðnar - Félags Byggingarmanna dags. 19. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Efstaleiti. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli vegna viðbyggingar, Samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 24. apríl 2013. Tillagan var auglýst frá 29. maí til og með 4. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

19. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 5 við Efstaleiti.



16. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lagt fram erindi Byggiðnar - Félags Byggingarmanna dags. 19. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Efstaleiti. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli vegna viðbyggingar, Samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 24. apríl 2013.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


441. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2013 var lagt fram erindi Byggiðnar - Félags Byggingarmanna dags. 19. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Efstaleiti. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli vegna viðbyggingar, Samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 24. apríl 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

440. fundur 2013
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Byggiðnar - Félags Byggingarmanna dags. 19. apríl 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Efstaleiti. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli vegna viðbyggingar, Samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 24. apríl 2013.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.