Elliðaárdalur

Verknúmer : SN130149

11. fundur 2013
Elliðaárdalur, bréf Hollvinasamtaka Elliðaárdals
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. mars 2013, vegna erindis Hollvinasamtaka Elliðaárdals, dags. 9. mars 2013, varðandi ósk um samráð við borgaryfirvöld varðandi málefni dalsins. Fyrir hönd skrifstofu borgarstjórnar er erindinu vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Fulltúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið skoði kosti og galla þess að loka Vatnsveituvegi fyrir almennri bílaumferð. Einnig verði skoðað með hvaða hætti er hægt að stýra nauðsynlegri öryggisumferð. Niðurstöður verði kynntar ráðinu.

Erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.