Ferjuvogur 2, Vogaskóli

Verknúmer : SN130142

13. fundur 2013
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs 4. apríl 2013 um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Vogaskóla við Ferjuvog 2.



11. fundur 2013
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkja deildar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst heimild til að breyta hluta bílakjallara í skólarými og fækka bílastæðum samkv. uppdrætti Glámu -Kím dags. 14. mars 2013.

Hólmfríður Jónasdóttir vék af fundi kl. 12:45 Björn Blöndal tók sæti á fundinum á sama tíma.

Lilja Grétarsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:
" Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu í þeim tilgangi að leita eftir afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila. Settur er fyrirvari um endanlega afstöðu m.a. með tilliti til athugasemda sem kunna að berast. "




435. fundur 2013
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Í breytingunni felst heimild til að breyta hluta bílakjallara í skólarými og fækka bílastæðum samkv. uppdrætti Glámu -Kím dags. 14. mars 2013.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.