Útilistaverk

Verknúmer : SN130078

6. fundur 2013
Útilistaverk, eftir Hallstein Sigurðsson
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 30. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi Hafþórs Yngvasonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 um væntanlega gjöf Hallsteins Sigurðssonar á 16 myndverkum í Grafarvogi. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 15. febrúar nk. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2013.

Hermann Georg Gunnlaugsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt.
Umhverfis-og skipulagsráð vekur þó athygli á því að borgin getur á hverjum tíma ákveðið að flytja verkin ef nýta á svæðið fyrir annað.



430. fundur 2013
Útilistaverk, eftir Hallstein Sigurðsson
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 30. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi Hafþórs Yngvasonar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 24. janúar 2013 um væntanlega gjöf Hallsteins Sigurðssonar á 16 myndverkum í Grafarvogi. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 15. febrúar nk.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs