Úlfarsárdalur

Verknúmer : SN120553

29. fundur 2013
Úlfarsárdalur, hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla
Lögð fram til kynningar forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í ágúst 2013 vegna hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal.. Einnig er lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 19. ágúst 2013, ásamt tillögu að dómnefnd. Einnig er lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 19. ágústs 2013.

Rúnar Gunnarsson verkefnisstjóri og Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Fulltrúar besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson og Diljá Ámundadóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson gera ekki athugasemdir við forsögnina, né tillögu að dómnefnd.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir taka undir bókanir í fundargerð hverfisráðs Grafarholts- og Úlfarsárdals frá 19. ágúst 2013 og bókuðu:
"Því er fagnað að nú hyllir undir hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla
með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal. Tekið er undir bókanir í hverfisráði þar sem gerðar eru athugasemdir við skipan dómnefndar hönnunarsamkeppninnar en ekki er gert ráð fyrir að í henni sitji fulltrúar hverfisráðs eða íbúasamtaka hverfisins. Afar mikilvægt er að sjónarmið allra hverfishluta (Grafarholts, Úlfarsárdals og Reynisvatnsás) komist til skila."


28. fundur 2013
Úlfarsárdalur, hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla
Lögð fram til kynningar forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í ágúst 2013 vegna hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:08.

Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frestað.
Kynna skal forsögn og tillögu að dómnefnd fyrir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.