Betri Reykjavík

Verknúmer : SN120267

277. fundur 2012
Betri Reykjavík, Hampiðjureitur fallegur reitur
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum skipulagsmál í Betri Reykjavík frá 31. maí 2012 varðandi "Hampiðjureit fallegur reitur" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Til er deiliskipulag af Hampiðjureit þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss á reitnum. Lóðarhafi hefur óskað eftir breytingum á skipulagi sem fela í sér lítilsháttar aukningu byggingarmagns m.a. með því að byggingarreitur er hækkaður um eina hæð. Fyrirhugað er að uppbygging hefjist á reitnum innan skamms og þar sem reiturinn er ekki á höndum borgarinnar er ekki hægt að framkvæma þær hugmyndir sem fram koma í tengslum við umræðuna Hampiðjureitur, fallegur reitur.