Útilistaverk

Verknúmer : SN120234

279. fundur 2012
Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012. Jafnframt er lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 13. júní 2012 ásamt nýrri tillögu að staðsetningu minnisvarðans á hellulögðu torgi á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Youman, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Krístín Soffía Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson gera ekki athugasemdir við staðsetninguna.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir var á móti afgreiðslu málsins og óskaði bókað: " Austurvöllur er í miðri Kvosinni sem er einn sögufrægasti staður þjóðarinnar ásamt Þingvöllum þar sem er ekkert annað en blóm, tré og gras ásamt styttu af Jóni Sigurðssyni sem er og var sameiningartákn og ekki er við hæfi að staðsetja sundrungartákn á þessum sögufræga stað þjóðarinnar."


275. fundur 2012
Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012.

Frestað.
Skipulagsráð leggur til að safnstjóra Listasafns Reykjavíkur verði falið að koma með fleiri hugmyndir að staðsetningu útilistaverksins Svarta Keilan, minnisvarða um borgarlega óhlýðni.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:55



396. fundur 2012
Útilistaverk, Svarta keilan, minnisvarði um borgaralega óhlýðni
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um varanlega staðsetningu listaverksins Svarta keilan, minnisvarða um borgaralega óhlýðni eftir Santiago Sierra á Austurvelli. Einnig lagt fram minnisblað safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2012 og umsögn forsætisnefndar Alþingis dags. 17. apríl 2012.
Kynna formanni skipulagsráðs.