Sogamýri

Verknúmer : SN120218

26. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 4. júlí 2013 varðandi endursmaþykkt erindis umhverfis- og skipulagsráðs dags. 21. nóvember 2012 á breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar.



24. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012. Tillagan var auglýst frá 26. apríl til og með 12. júní 2013. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu:
" Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja."


448. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012. Tillagan var auglýst frá 26. apríl til og með 12. júní 2013. Engar athugasemdir bárust.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

14. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2013 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Sogamýri.
c


13. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram til endursamþykktar erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.

Haraldur Sigurðsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 3. mgr. 30 gr. með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: " Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja."
Vísað til borgarráðs.


9. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. febrúar 2013 um samþykkt borgarráðs dags. 21. febrúar 2013 vegna auglýsingar á breytingu á aðalskipulagi fyrir Sogamýri.



6. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.

Haraldur Sigurðsson verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með atkvæðum fulltrúar Besta flokksins Páls Hjaltasonar Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá og bókuðu: " Nú stendur yfir vinna við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010-2030. Meginregla í skipulagi borgarinnar hefur verið að vinna aðalskipulagið heildstætt og marka heildarsýn fyrir borgina. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja."
Vísað til borgarráðs.


3. fundur 2013
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Gísla Marteins Baldurssonar
"Tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sogamýri verði vísað í vinnu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur sem tekur til áranna 2010 - 2030. Stefnt er að aukafundi í borgarstjórn 9. apríl nk. þar sem aðalskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verður lögð fram til afgreiðslu og í auglýsingu. Mikilvægt er að aðalskipulag marki heildarsýn. Á fundi skipulagsráðs 27. apríl 2011 bókuðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins um þetta sama mál eftirfarandi: Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja. "
Tillagan felld með með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar ásamt fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar gegn 2 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Gísla Marteins Baldurssonar

Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. nóvember 2012 varðandi breytingu á aðalskipulagi Sogamýrar. Í breytingunni felst breytt landnotkun, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. september 2012.



Samþykkt að forkynna fyrirliggjandi tillögu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúum Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri kynnti.


277. fundur 2012
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. maí 2012 um samþykkt borgarráðs 24. maí 2012 á lýsingu á breytingu á aðalskipulagi fyrir Sogamýri.



273. fundur 2012
Sogamýri, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. maí 2012 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna breyttrar landnotkunar í Sogamýri.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, umhverfis- og samgöngusviðs og hverfisráðs Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins með vísan til fyrri bókana í skipulagsráði um sama mál.