Skipulagsráð

Verknúmer : SN120200

272. fundur 2012
Skipulagsráð, stjórnkerfisbreytingar
Lögð fram tillaga stýrihóps um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og nýja skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2012, ásamt greinar gerð og fylgiskjölum.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12.00
Fulltrúi Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir fagna tillögum um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Tillögurnar voru kynntar á sameiginlegum kynningarfundi umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs og telja fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar að þær uppfylli þau markmið sem stýrihópurinn um endurskoðun á stjórnskipulagi framkvæmda- og eignasviðs, skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og samgöngusviðs átti að hafa til hliðsjónar, en þau voru:
1. Tryggja árangur í lykilverkefnum á sviði umhverfis- og skipulagsmála, umhirðu og framkvæmda.
2. Tryggja heildstæða þjónustu við borgarbúa og atvinnulíf sem er skilvirk, aðgengileg og sýnileg.
3. Móta tillögu um skipulag sem styður við heildstæða sýn á verkefni sem eru þvert á núverandi svið með hagræðingu að leiðarljósi.
4. Efla frumkvæði varðandi þætti eins og fegrun og hreinsun borgarumhverfisins."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir óskuðu bókað:
Hjá núverandi meirihluta er það orðin regla að stórar ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltrúa. Þau vinnubrögð þekkja íbúar úr skólastarfi og starfsfólk borgarinnar að vilji til sameiginlegrar niðurstöðu hefur aldrei verið minni. Það skrifast alfarið og einungis á núverandi meirihluta, sem í byrjun skýrði ólýðræðisleg vinnubrögð sín með reynsluleysi en getur nú þegar kjörtímabilið er hálfnað ekki skýrst af neinu öðru en viljaleysi. Nú eru lagðar fram tillögur að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar, án þess að þær hafi fengið eðlilega umfjöllun í stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Sú nefnd var ekki boðuð til fundar í fjóra mánuði, en á sama tíma vann meirihlutinn þessar tillögur án aðkomu frá kjörnum fulltrúum minnihlutans. Þannig hefur meirihlutinn bæði vikið frá þeim ákvæðum í samþykktum borgarinnar sem fjalla um verkefni stjórnkerfisnefndar og frá því farsæla vinnulagi að fulltrúar allra flokka eigi aðkomu að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar. Alveg óljóst er hvort nokkur fjárhagslegur ávinningur hlýst af þessum breytingum, en frekari upplýsingum um það og aðra hagræðingu verður óskað eftir í stjórnkerfisnefnd. Sá endalausi afsláttur sem gefinn er á lýðræðislegum vinnubrögðum á vettvangi borgarstjórnar er alfarið á ábyrgð meirihlutans, en skaðar hagsmuni borgarbúa og stjórnmálin almennt.

Áheyrnarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Torfi Hjartarson í skipulagsráði Reykjavíkur óskaði bókað:
Ég tel að hugmyndir um sameiningu ráða og sviða sem tengjast viðfangsefnum ráðsins ekki hafa verið kynntar og ræddar í ráðinu þannig að hægt sé að taka til þeirra afstöðu. Ég lýsi furðu minni á að afgreiðslu málsins skuli ekki frestað til næsta fundar.