Hagamelur 1, Melaskóli

Verknúmer : SN120099

18. fundur 2013
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að beina því til hverfisráðs vesturbæjar að standa fyrir opnum fundi með börnum og foreldrum í hverfinu um staðsetningu boltagerðis og aðstæður barna til útivistar og leikja almennt.



437. fundur 2013
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipuagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á lóðinni við Melaskóla, samkvæmt uppdrætti dags. 3. apríl 2013.

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

13. fundur 2013
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, frumathugana mannvirkjagerðar dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipuagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á lóðinni við Melaskóla, samkvæmt uppdrætti dags. 3. apríl 2013.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins

Rúnar Gunnarsson tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Marta Guðjónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og bókaði"Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að nú hylli loksins í að battavelli verði komið upp við Melaskóla en hefði kosið að reynt hefði verið til þrautar að finna heppilegri staðsetningu fyrir völlinn þar sem hann hefur ekki áhrif á ásýnd skólans sem er einstaklega falleg bygging og merkileg út frá arkitekttónískum sjónarmiðum".

Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins




9. fundur 2013
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipuagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á lóðinni við Melaskóla, samkvæmt uppdrætti dags. 27. febrúar 2013.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frestað




385. fundur 2012
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 1. mars 2012 varðandi breytingu á skipulagi Mela og Grímsstaðaholts vegna lóðarinnar nr. 1 við Hagamel, Melaskóla.
Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði á suð-austurhluta lóðarinnar samkvæmt uppdrætti dags. 1. mars 2012.
Kynna formanni skipulagsráðs.