Atvinnustefna Reykjavíkur

Verknúmer : SN110505

260. fundur 2011
Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. desember 2011.


Umsögn skipulagsstjóra dags. 12. desember 2011 samþykkt.


Fulltrúar Sjálfstæðisflokksin Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
" Drög að atvinnustefnu Reykjavíkur bera þess merki að aðeins einn borgarfulltrúi hefur unnið að stefnunni, án samráðs við þá borgarfulltrúa sem sitja í fagráðum borgarinnar. Í atvinnustefnunni eru teknar ýmsar ákvarðanir, sem enn eru í lýðræðislegu ferli við vinnu við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur. Sú vinna er í anda íbúalýðræðis og hefur samráðs verið leitað víða og mun enn aukast á næstu mánuðum. Því er í hæsta máta óeðlilegt að í atvinnustefnu sé það samráðsferli að engu haft, heldur ákvarðanir teknar án samráðs eða forvinnu þeirrar sem á sér stað í starfshópi um aðalskipulag. Inn í atvinnustefnuna vantar ýmsa mikilvæga þætti sem varða bæði samgöngumál og skipulagsmál, eins og til dæmis kemur fram í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs. Koma hefði mátt í veg fyrir gagnrýni af þessum toga með því að hleypa fleirum að verkinu fyrr, og nýta þá þekkingu og kunnáttu sem liggur út á sviðum borgarinnar og meðal kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum. Á sínum tíma samþykkti borgarstjórn að þessi stefna skyldi unninn af þverpólitískum hópi borgarfulltrúa, en án nokkurrar heimildar borgarstjórnar setti núverandi meirihluti þessa vinnu í þann farveg sem við nú stöndum frammi fyrir ".


259. fundur 2011
Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011.
Frestað.

375. fundur 2011
Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011.

Vísað til skipulagsráðs.