Skipulagsráð

Verknúmer : SN110487

257. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði:
"Vatnasvið Elliðaánna er stærsta vatnasvið höfuðborgarsvæðisins alls um 280 km2 en næst kemur Laxá í Kjós sem er 211 km2. Vatnasvið annarra áa á svæðinu er mun minna. Elliðaárnar gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki og rétt að hafa hugfast að hver ný framkvæmd í nágrenni vatna á höfuðborgarsvæðinu getur haft áhrif til samlegðar og þrengt kosti. Vatnaauðlindina ber að umgangast af þekkingu og varfærni í því skyni að tryggja gæði auðlindarinnar til framtíðar.
Því er lagt til að fram fari heildstæð stefnumótun varðandi framtíðarskipulag og uppbyggingu í nágrenni áa og vatna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem horft verði á vatnasviðin í heild sinni en ekki einstök smærri svæði.
Að slíkri vinnu komi önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Umhverfisstofnun, Veiðimálastofnun, Líffræði- og Jaðvísindastofnun Háskólans, sérfræðingar í skipulags- og umhverfismálum ofl.
Skipulagsráð skipi fimm manna verkefnahóp sem hefur það hlutverk að kortleggja verkefnið og leggja síðan fyrir ráðið vinnuáætlun og tillögur að framhaldi. Starfsmenn skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusviðs vinni með hópnum.Verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum í febrúarmánuði 2012".

Frestað.