Úlfarsfell

Verknúmer : SN110445

370. fundur 2011
Úlfarsfell, (fsp) uppsetning á fjarskiptabúnaði
Lögð fram fyrirspurn Fjarskipta ehf. dags. 27. október 2011 varðandi leyfi fyrir bráðabirgðauppsetningu fjarskiptamasturs á Úlfarsfelli, samkvæmt fylgigögnum. Einnig er lögð fram greinargerð Fjarskipta ehf. og Ríkisútvarpsins ohf., dags. 26. október 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

256. fundur 2011
Úlfarsfell, (fsp) uppsetning á fjarskiptabúnaði
Lögð fram fyrirspurn Fjarskipta ehf. dags. 27. október 2011 varðandi leyfi fyrir bráðabirgðauppsetningu fjarskiptamasturs á Úlfarsfelli, samkvæmt fylgigögnum. Einnig er lögð fram greinargerð Fjarskipta ehf. og Ríkisútvarpsins ohf., dags. 26. október 2011.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirspurn Fjarskipta ehf., enda verði sótt um byggingarleyfi vegna masturs og tækjaskýlis. Sækja þarf um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu rafmagns og ljósleiðara í jörð auk framkvæmda við vegabætur. Skipulagsráð leggur áherslu á að framkvæmdirnar valdi sem minnstum spjöllum á svæðinu enda er Úlfarsfellið vinsælt til útivistar. Skipulagsráð telur ennfremur mikilvægt að hönnun og frágangur á tækjaskýli verði til fyrirmyndar.