Leiguíbúðir í Reykjavík

Verknúmer : SN110418

258. fundur 2011
Leiguíbúðir í Reykjavík, hlutfall af nýbyggingum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2011 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Við gerð aðalskipulags, hverfis- og deiliskipulags verði tryggt að a.m.k. 20% íbúða verði minni leiguíbúðir og búseturéttaríbúðir sem höfða til ungs fólks og þeirra sem ekki geta eða vilja leggja mikið eigið fé í húsnæði. Til að ná fram markmiðum húsnæðisstefnunnar og hlutfallinu þarf fjórðungur íbúðarhúsnæðisins í nýjum hverfum miðsvæðis, s.s. í Vatnsmýri, við Mýrargötu, við Hlemm og á Ártúnshöfða, að vera leigu- og búseturéttaríbúðir. Greinargerð fylgir tillögunni.



Vísað til meðferðar í stýrihóp um Aðalskipulag Reykjavíkur.