Rafstöðvarvegur 9 og 9a

Verknúmer : SN110381

259. fundur 2011
Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfaráðs Árbæjar og Grafarholts dags. 8. desember 2011 , hverfaráðs Breiðholts dags. 8. desember 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011.

Umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2011 samþykkt.

Fulltrúi Vinstri Hreifingarinnar græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað, "Vinstri hreyfingin-Grænt framboð telur afar óheppilegt hvernig staðið var að samningum án fyrirvara fyrir hönd almennings þegar á sínum tíma var ráðist í byggingu sýningarhúss fyrir fornbíla í Elliðaárdal. Á móti kemur að almannavald í borginni setur starfsemi á þessum stað skorður með skipulagi. Vinstrihreyfingin-Grænt framboð telur það skyldu borgaryfirvalda að standa vörð um umhverfi, lífríki og útivist í dalnum. Ekki fer vel á því að koma fyrir á þessu svæði líkamsrækt með herbúðasniði, hávaða og yfirbragði sem því fylgir, bílastæðaþröng og mikilli umferð bíla. Finna þarf húsum á svæðinu heppilegra hlutverk í sátt við mannlíf, sögu og náttúrulegt umhverfi."

Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks taka undir gagnrýni á hvernig staðið var að samningum á sínum tíma þegar lóðinni var úthlutað til fornbílaklúbbs. Í dag var hinsvegar aðeins verið að samþykkja að ráðast í breytingar á deiliskipulagi svæðisins, þar sem skipulagsráð mun hafa öll tækifæri til að skilgreina notkun þess, með hagsmuni almennings að leiðarljósi.


255. fundur 2011
Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a.
Frestað.
Vísað til umsagnar hverfaráðs Árbæjar- og Breiðholts.


364. fundur 2011
Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

365. fundur 2011
Rafstöðvarvegur 9 og 9a, (fsp) notkun
Lögð fram fyrirspurn Ingimars Ingimarssonar hrl. f.h. Sjöstjörnunnar ehf. dags. 15. september 2011 varðandi notkun á fasteignunum að Rafstöðvarvegi 9 og 9a.
Vísað til skipulagsráðs.