Skipulagsráð

Verknúmer : SN110354

250. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa sjálfstæðisflokksins vegna Sóltúns 6.
Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokksins dags. 24. ágúst 2011 vegna færanlegra kennslustofa.
"Hægt er að færa rök fyrir því að framkvæmdir á lóðinni nr. 6 við Sóltún séu ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Enda þótt lausar kennslustofur sem nú hafa verið settar innan lóðar séu vissulega innan byggingarreitar skv. deiliskipulaginu eru þær ekki í samræmi við þær skólabyggingar sem lýst eru í uppdráttum deiliskipulagsins. Ásýnd er augljóslega allt önnur og dæmi eru um að lausar kennslustofur í borginni sem eiga að heita bráðabirgðalausnir standi við skóla í áratugi.

Lagt til að fulltrúar Reykjavíkurborgar ásamt kjörnum fulltrúum og rekstraraðilum skólans fari á fund íbúa á svæðinu, útskýri áform varðandi nýtingu og skipulag lóðarinnar og hlusti á athugasemdir og ráð frá íbúum.

Samþykkt.