Skipulagsráð

Verknúmer : SN110199

239. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur: "Skipulagsráð óskar eftir því að fá upplýsingar um áætlanir eignasviðs LSH
varðandi framtíðarnýtingu lóða og fasteigna Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði
að Keldum og Háskólasjúkrahúss Fossvogi.
Skipulagsráð telur að vinna við mótun skipulags þessara reita verði að
hefjast sem fyrst enda er gert ráð fyrir að nýbyggingar LSH við Hringbraut
rísi hratt og að starfsemi sú sem nú fer fram í ofangreindum stofnunum
flytjist þangað. Ákvarða þarf nýtingu lóða og notkun fasteigna sem á
lóðunum standa, sérstaklega þó Borgarspítalans.
Skipulagsráð lýsir sig reiðubúið til að skipa sérfræðinga af Skipulagssviði
í teymi til að vinna með eignasviði LSH að því að rýna verkefnið og leggja
síðan fyrir Skipulagsráð tillögur að skipulagsforsendum sem geta falið í
sér breytta notkun og hugsanlega uppbyggingu".

Jórunn Frímannsdóttir og Sóley Tómasdóttir véku af fundi kl 12:00.

Samþykkt