Stuðlaháls 1

Verknúmer : SN110114

237. fundur 2011
Stuðlaháls 1, málskot vegna SN110072
Lagt fram málskot Gests Ólafssonar, dags. 9. mars 2011, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 á fyrirspurn um færslu á hreinsistöð á lóð nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt uppdrætti Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 15. febrúar 2011.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi/fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Athygli er vakin á því að samþykki aðlægs lóðarhafa þarf að fylgja erindinu.


341. fundur 2011
Stuðlaháls 1, málskot vegna SN110072
Lagt fram málskot Gests Ólafssonar, dags. 9. mars 2011, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 á fyrirspurn um færslu á hreinsistöð á lóð nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt uppdrætti Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 15. febrúar 2011.
Vísað til skipulagsráðs.